Þetta helst

„Byggjum brýr - tengjum fólk“ einkunnarorð næsta umdæmisstjóra

Fræðslumót fyrir viðtakandi embættismenn Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi laugardaginn 10. mars. Þar voru komnir til þátttöku fulltrúar rótarýklúbbanna um land allt. Var víða komið við í fræðslu um störf Rótarý og ábyrgð og skyldur þeirra sem hafa verið valdir til forystu á næsta starfsári. Verðandi umdæmisstjóri Garðar Eiríksson, Rkl. Selfoss, stjórnaði fræðslumótinu og flutti ávarp í upphafi þess sem fjallaði um mörg brýnustu viðfangsefni Rótarý og stefnumál næsta starfsárs. Lesa meira


 

Fréttir

11.3.2018 : „Byggjum brýr - tengjum fólk“ einkunnarorð næsta umdæmisstjóra

Fræðslumót fyrir viðtakandi embættismenn Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi laugardaginn 10. mars. Þar voru komnir til þátttöku fulltrúar rótarýklúbbanna um land allt. Var víða komið við í fræðslu um störf Rótarý og ábyrgð og skyldur þeirra sem hafa verið valdir til forystu á næsta starfsári. Verðandi umdæmisstjóri Garðar Eiríksson, Rkl. Selfoss, stjórnaði fræðslumótinu og flutti ávarp í upphafi þess sem fjallaði um mörg brýnustu viðfangsefni Rótarý og stefnumál næsta starfsárs.


Lesa meira

8.3.2018 : Morgunklúbbur í miðbæ Reykjavíkur í undirbúningi

Unnið er að undirbúningi að stofnun nýs morgunklúbbs Rótarý fyrir miðbæjarsvæði Reykjavíkur. Ýmsir verðandi rótarýfélagar voru ásamt nokkrum starfandi félögum í öðrum klúbbum boðaðir til undirbúningsfundar nýlega á veitingastaðnum Jamie Oliver á Hótel Borg. Rúmlega 20 manns sóttu fundinn og verður undirbúningsstarfinu fram haldið á næstu vikum. 

Lesa meira
Akureyri bátar

7.3.2018 : Rótarýklúbbur Akureyrar 80 ára

Afmælishátíð laugardaginn 17. mars

Rótarýklúbbur Akureyrar fagnar 80 ára afmæli sínu en 21. mars 1938 komu sjö manns saman til að undirbúa stofnun klúbbsins. Samþykkt var að stofna félagsskapinn til reynslu, en tilkynna hann ekki að svo stöddu, fyrr en séð væri, hvernig líkaði og gengi.

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Örfyrirlestur um brjóstamjólk
    Umdæmisþing 2011 Rvk-myndir (89)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning