Þetta helst

Rótarýfélagar bruna á mótorfákum sínum innanlands og utan

Innan alþjóðlegu Rótarýhreyfingarinnar starfar fjöldi klúbba áhugafólks á sérsviðum sem hefur samband sín á milli og notar ýmis tækifæri til að hittast og ferðast saman. Sjá nánar hér. Þetta á ekki síst við um félagsskap mótorhjólafólks, International Fellowship of Motorcycling Rotarians, IFMR. Hér á landi starfar hópur rótarýfélaga á þessu sviði og er m.a. virkur í Norðurlandasamstarfi innan IFMR Norden. Björn Viggósson, Rkl. Reykjavík Grafarvogur, sem er fyrirliði hópsins, gerði nánar grein fyrir starfinu og spennandi tækifærum sem í boði eru.

Lesa meira


 

Fréttir

24.1.2017 : Rótarýfélagar bruna á mótorfákum sínum innanlands og utan

Innan alþjóðlegu Rótarýhreyfingarinnar starfar fjöldi klúbba áhugafólks á sérsviðum sem hefur samband sín á milli og notar ýmis tækifæri til að hittast og ferðast saman. Sjá nánar hér. Þetta á ekki síst við um félagsskap mótorhjólafólks, International Fellowship of Motorcycling Rotarians, IFMR. Hér á landi starfar hópur rótarýfélaga á þessu sviði og er m.a. virkur í Norðurlandasamstarfi innan IFMR Norden. Björn Viggósson, Rkl. Reykjavík Grafarvogur, sem er fyrirliði hópsins, gerði nánar grein fyrir starfinu og spennandi tækifærum sem í boði eru.

Lesa meira

9.1.2017 : Styrkveiting á glæsilegum stórtónleikum Rótarý

Stórtónleikar Rótarý 2017 voru haldnir í Norðurljósasal Hörpu í gær 8. janúar og stóðu frá kl. 20.00 til 22.30 með hléi þegar tónleikagestir skáluðu í kampavíni og fögnuðu nýju ári. Á tónleikunum voru m.a. afhentir styrkir úr Tónlistarsjóði Rótarý. Að þessu sinni hlutu þá Ísak Ríkharðsson, fiðluleikari og Jóhann Kristinsson, baritón, kr. 800.000 hvor. Báðir stunda framhaldsnám erlendis, Ísak í Zürich og Jóhann í Berlín. Komu þeir fram í dagskrá tónleikanna.  Á myndinni eru f.v. Guðmundur Jens Þorvarðarson, umdæmisstjóri Rótarý, Ísak Ríkharðsson, Jóhann Kristinsson og Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Tónlistarsjóðs Rótarý.  

Lesa meira

25.11.2016 : Stórtónleikar Rótarý 8. janúar 2017

Tónlistarsjóður Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi mun þann 8. janúar 2017 standa fyrir stórtónleikum í Norðurljósasal Hörpu, líkt og undanfarin ár. Tónleikarnir hafa skapað sér góðan sess sem vettvangur til að styrkja unga tónlistarmenn, enda hafa margir frábærir komið fram á tónleikunum undanfarin ár.

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Umdæmisþing dagur 1- 05
    Umdæmisþing 2011 Rvk-myndir (89)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning