Þetta helst

Fjölbreyttur setningarfundur umdæmisþings í Mosfellsbæ

Umdæmisþing Rótarý á Íslandi, hið 72. í röðinni, hófst með rótarýfundi í á vegum Rótarýklúbbs Mosfellssveitar föstudaginn 6. október sl., kl. 18. Bæjarstjórnin efndi til móttöku í hinum nýja golfskála bæjarins en síðan var fundur settur. Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri, setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Hann fagnaði sérstaklega Elizu Reid, forsetafrú, sem var aðalræðumaður fundarins, og einnig þeim Tom Thorfinnsson, sem er Bandaríkjamaður af íslenskum ættum, fulltrúi alþjóðaforseta Rótarý, og Mikko Hörkkö frá Finnlandi, fulltrúa norrænu rótarýumdæmanna. Þingstörf hófust kl. 9.15 á  laugardag í Framhaldsskólanum í Mosfellssveit. Þinginu lauk með kvöldverðarboði og "sveitaballi" í Hlégarði um kvöldið. Á meðfylgjandi mynd eru þau Eliza Reid, forsetafrú, og Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri, þegar Eliza hafði lokið ræðu sinni á rótarýfundinum. Lesa meira  

Fréttir

16.10.2017 : Viðurkenningar Rótarý fyrir nýstárlegt framtak

Rótarýumdæmið hefur það markmið að láta samfélagið njóta góðs af starfi Rótarý á Íslandi. Tilgangur Verðlauna- og styrktarsjóðs Rótarý er að veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi eða nýstárlegt framtak, sem unnið er í umdæminu á sviði mennta, lista, vísinda eða atvinnumála, og að styðja samfélagsverkefni.

Lesa meira

14.10.2017 : Íslensk ungmenni orðin fyrirmynd erlendis

Stöðug niðursveifla í neyslu áfengis og vímuefna vekur athygli alþjóðlega 

Eftir umræður og hádegisverðarhlé á umdæmisþingi Rótarý, var dagskrá fram haldið og þá undir kjörorðum núverandi umdæmisstjóra “Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur”. Út af þeim orðum mun umdæmið og klúbbarnir í landinu leggja í starfi sínu til að vekja athygli á stöðu barna og ungmenna í flóknu samfélagi nútímans, vandamálum þeirra og velferð. 


Lesa meira

14.10.2017 : Fjölga þarf rótarýfélögum og fá ungt fólk í klúbbana

Ársskýrsla 2016-2017 endurspeglar fjölbreytt og öflugt starf innan Rótarýhreyfingarinnar

Forsetar, ritarar og gjaldkerar rótarýklúbba voru komnir til starfa í vinnustofum umdæmisþings Rótarý snemma á laugardagsmorgni 7. október. Garðar Eiríksson, verðandi umdæmisstjóri, stýrði umfjöllun um störf embættismanna klúbbanna, hvatti til umræðna og svaraði fyrirspurnum og veitti leiðbeiningar um hagnýt atriði ásamt núverandi umdæmisstjóra og aðstoðarumdæmisstjórum. Þingforsetar voru Elísabet S. Ólafsdóttir og Hafsteinn Pálsson.


Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Kór Langholtskirkju
    Umdæmisþing 2011 Rvk-myndir (89)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning