Þetta helst

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir tekur senn til starfa

Undirbúningsnefnd vegna stofnunar nýs rótarýklúbbs í Reykjavík hélt nýlega fund með stjórn rótarýklúbbsins e-Rótarý Ísland, þar sem ákveðið var að e-klúbburinn breytti starfsemi sinni í morgunverðarklúbb og gengi inn í það starf sem nú stendur yfir varðandi stofnun á nýjum morgunklúbbi í miðborg Reykjavíkur. Verður notast við vinnuheiti á klúbbnum uns félagarnir sjálfir hafa valið honum nafn. Samþykkt var að vinnuheitið verði Rótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir. Leitast verður við að hafa jafnt kynjahlutfall í klúbbnum og í stjórn hans, og breitt aldursbil almennt í félagahópnum. Gert er ráð fyrir að stofnfélagar verði 30 - 40.  Verðandi forseti klúbbsins er Róbert Melax sem hefur reynslu af störfum í Rótarý, bæði í rótarýklúbbi í Noregi og eins í Suður-Afríku. Fundir klubbsins eru opnir þeim sem þegar hafa ákveðið að skrá sig í klúbbinn og öðrum sem vilja kynnast starfinu með þátttöku í huga. Fundir eru haldnir á veitingastaðnum Jamie Oliver á Hótel Borg kl. 07:45 – 08:45 á þriðjudögum. Meðfylgjandi mynd var tekin af undirbúningsnefndinni á einum af fyrri fundunum. 

Fréttir

Friðarstyrkir Rótarý

12.4.2018 : Styrkir til tveggja ára háskólanáms í boði

Alþjóðlegir  friðarstyrkir Rótarýhreyfingarinnar

Rótarýsjóðurinn mun veita allt að 50 styrki til tveggja ára meistaranáms skólaárin 2019-2021. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu.

Styrkirnir, sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir. Umsækjendur skulu að loknu háskólaprófi hafa aflað sér umtalsverðrar reynslu af störfum við mannúðarmál innan lands eða utan. Rótarýhreyfingin á Íslandi getur mælt með umsókn með hliðsjón af viðtali og könnun á námsferli og störfum. Makar, afkomendur og makar afkomenda lifandi Rótarýfélaga geta ekki sótt um styrkinn. Ellefu Íslendingar hafa þegar hlotið friðarstyrki frá því þeir voru fyrst veittir árið 2002.
Lesa meira

11.3.2018 : „Byggjum brýr - tengjum fólk“ einkunnarorð næsta umdæmisstjóra

Fræðslumót fyrir viðtakandi embættismenn Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi laugardaginn 10. mars. Þar voru komnir til þátttöku fulltrúar rótarýklúbbanna um land allt. Var víða komið við í fræðslu um störf Rótarý og ábyrgð og skyldur þeirra sem hafa verið valdir til forystu á næsta starfsári. Verðandi umdæmisstjóri Garðar Eiríksson, Rkl. Selfoss, stjórnaði fræðslumótinu og flutti ávarp í upphafi þess sem fjallaði um mörg brýnustu viðfangsefni Rótarý og stefnumál næsta starfsárs.


Lesa meira

8.3.2018 : Morgunklúbbur í miðbæ Reykjavíkur í undirbúningi

Unnið er að undirbúningi að stofnun nýs morgunklúbbs Rótarý fyrir miðbæjarsvæði Reykjavíkur. Ýmsir verðandi rótarýfélagar voru ásamt nokkrum starfandi félögum í öðrum klúbbum boðaðir til undirbúningsfundar nýlega á veitingastaðnum Jamie Oliver á Hótel Borg. Rúmlega 20 manns sóttu fundinn og verður undirbúningsstarfinu fram haldið á næstu vikum. 

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Á umdæmisþingi
    Umdæmisþing 2011 Rvk-myndir (89)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning