Þetta helst

Skákmót rótarýklúbbanna 14. september n.k.

Rótaryklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Rkl. Reykjavík Breiðholt og Rkl. Þinghól í Kópavogi standa fyrir skákmóti rótarýklúbbanna á Íslandi, miðvikudaginn 14. september 2016 kl. 20.00 á Hótel Sögu í Reykjavík. Mótið er opið öllum rótarýfélögum á landinu sem og gestum þeirra.

Lesa meira 

Fréttir

20.7.2016 : Skákmót rótarýklúbbanna 14. september n.k.

Rótaryklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Rkl. Reykjavík Breiðholt og Rkl. Þinghól í Kópavogi standa fyrir skákmóti rótarýklúbbanna á Íslandi, miðvikudaginn 14. september 2016 kl. 20.00 á Hótel Sögu í Reykjavík. Mótið er opið öllum rótarýfélögum á landinu sem og gestum þeirra.

Lesa meira

3.7.2016 : Nýr umdæmisstjóri tekinn til starfa

Umdæmisstjóraskipti fóru fram á fundi í Rkl. Kópavogs, sem haldinn var föstudaginn 1. júlí, í upphafi nýs starfsárs Rótarý. Guðmundur Jens Þorvarðarson, löggiltur endurskoðandi, Rkl. Kópavogs, tók við embætti umdæmisstjóra en Magnús B. Jónsson, Rkl. Borgarness, lét af störfum. Guðmundur Jens og eiginkona hans Svava Haraldsdóttir  tóku á móti embættistáknum og blómum með árnaðaróskum frá Magnúsi og konu hans  Steinunni S. Ingólfsdóttur. Klúbbfélagar og gestir fögnuðu Guðmundi og Svövu á þessum tímamótum með langvinnu lófataki.

Lesa meira

1.7.2016 : Rkl. Borgir sigraði í sveitakeppni golfmótsins

Árlegt golfmót rótarýklúbbanna fór fram á golfvellinum á Kiðjabergi í Grímsnesi 30. júní. Þátttakendur voru úr 11 rótarýklúbbum, um 50 manns alls. Þeir voru í ljómandi keppnisskapi og nutu útiverunnar í einstaklega fögru umhverfi  með útsýni til Hvítár og Hestvatns. Undirbúningur mótsins var í höndum Rkl. Reykjavík-Miðborg undir forystu Sólveigar Pétursdóttur. Aðalverðlaunin, hinn glæsilega farandbikar fyrir sveitakeppni klúbba, hlutu þau Guðmundur Ásgeirsson og Guðrún S. Eyjólfsdóttir í Rkl. Borgum, Kópavogi.

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Esjuganga Rótary 6
    Esjuganga Rótarý 2012 (29)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning