Þetta helst

Dagskrá umdæmisþingsins í Mosfellsbæ 6. og 7. október n.k.

Umdæmisþing er uppskeruhátíð okkar Rótarýfélaga og bæði gott og gagnlegt að hittast.

72. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Mosfellsbæ dagana 6. og 7. október 2017. Það er okkur félögunum í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar sönn ánægja að bjóða ykkur ásamt mökum innilega velkomin á þingið og við vonum að þið eigið ánægjulega heimsókn í Mosfellsbæ þessa haustdaga. Dagskrá þingsins hefur verið breytt og hefst dagskrá síðdegis á föstudegi í nýja Golfskálanum Kletti. Þá verður móttaka á vegum Mosfellsbæjar, þingið verður sett og Rótarýfundur í framhaldinu.  Ræðumaður á Rótarýfundinum er Eliza Reid forsetafrú. Lesa meira 

Fréttir

6.9.2017 : Dagskrá umdæmisþingsins 6. og 7. október nk.

Umdæmisþing er uppskeruhátíð okkar Rótarýfélaga og bæði gott og gagnlegt að hittast.

72. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Mosfellsbæ dagana 6. og 7. október 2017. Það er okkur félögunum í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar sönn ánægja að bjóða ykkur ásamt mökum innilega velkomin á þingið og við vonum að þið eigið ánægjulega heimsókn í Mosfellsbæ þessa haustdaga. Dagskrá þingsins hefur verið breytt og hefst dagskrá síðdegis á föstudegi í nýja Golfskálanum Kletti. Þá verður móttaka á vegum Mosfellsbæjar, þingið verður sett og Rótarýfundur í framhaldinu.  Ræðumaður á Rótarýfundinum er Eliza Reid forsetafrú.


Lesa meira

30.8.2017 : Umdæmisþingið í Mosfellsbæ 6. og 7. október n.k.

72. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Mosfellsbæ dagana 6. og 7. október n.k. Félagarnir í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar vonast til að sjá sem flesta rótarýfélaga og maka koma til þeirra í Mosfellsbæinn og sækja þingið. Ekkert verður til sparað til að gera heimsóknina skemmtilega og eftirminnilega. Dagskrá þingsins verður sambland af fróðleik og skemmtun ásamt hefðbundnum þingstörfum og er það von gestgjafanna að þinggestir njóti samverunnar vel. Forsetafrúin Eliza Reid verður einn af fyrirlesurum á þinginu. Kynningarblað umdæmisþingsins verður sent til dreifingar í klúbbunum um miðjan september.

Lesa meira
Anton Máni Svansson og Aron Má Ólafssyni t.v.

30.6.2017 : eRótarý veitir samtökunum „Allir gráta“ viðurkenningu

Rótarýklúbburinn eRótarý Ísland veitti nýverið félagasamtökunum Allir gráta viðurkenningu fyrir framlag samtakanna til bættrar geðheilsu ungmenna á Íslandi.
Forseti klúbbsins, Anton Máni Svansson, afhenti formanni samtakanna, Aron Má Ólafssyni, viðurkenningarskjalið við formlega athöfn á sérstökum klúbbsfundi eRótarý.
Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Kenneth R Boyd í ræðustól
    Umdæmisþing 2011 Rvk-myndir (89)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning