Þetta helst

Stórtónleikar Rótarý sunnudaginn 7. janúar 2018

Stórtónleikar Rótarý 2018 verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 7. janúar 2018 kl. 17.00. Flytjendur verða Ólafur Kjartan Sigurðarson, baritón, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Verðlaun úr Tónlistarsjóði Rótarý 2018 verða afhent. Verðlaunahafar eru Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran, og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, flytur ávarp. Jónas Ingimundarson er stjórnandi tónlistardagskrár. Aðgöngumiðar verða seldir í Hörpu. 

Fréttir

14.12.2017 : Rótarýfélagar í mótorhjólaferð um Ástralíu

Þrír Íslendingar tóku þátt í alþjóðlegri ferð á vélhjólum um Suður-Ástralíu, sem þarlendir félagar í International Friendship of Motorcycling Rotarians buðu til. Ferðalagið stóð í tvær vikur í fyrri hluta nóvembermánaðar og var ekin 5000 kílómetra leið. Björn Viggósson, félagi í Rkl. Grafarvogs, hefur ritað meðfylgjandi frásögn af þessum sérstæða og skemmtilega  viðburði. Með honum á ferðalaginu voru séra Gunnar Sigurjónsson, Rkl. Borgum Kópavogi og Þóra Þórarinsdóttir.

Lesa meira
Jólaskógur

13.12.2017 : Jólaskógur í Garðabæ

Hægt að höggva og kaupa jólatré

Jólaskógur verður í Smalaholti laugardaginn 16. desember kl. 12-16 í boði Skógræktarfélags Garðabæjar og Rótarýklúbbsins Görðum.  Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf með aðstoð. Lesa meira

13.12.2017 : Rótaryklúbbur Héraðsbúa styrkir námsmann í Malavi

Styrkur til kennaranáms

Rótarýklúbbur Héraðsbúa hefur ákveðið að styrkja ungan mann frá Malaví, Issa Bonomali frá þorpinu Chirombo við Apaflóa, til þriggja ára kennaranáms á háskólastigi. Issa er kvæntur og tveggja barna faðir, á sex ára dóttur og dreng á öðru ári.
Skarphéðinn G. Þórisson og kona hans Ragnhildur Rós Indriðadótti voru í hjálparstarfi í Malaví fyrir rúmum áratug en það var upphaf af kunningsskap þeirra Issa og Skarphéðins.

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Á umdæmisþingi Ólafur Helgi Kjartansson
    Umdæmisþing 2011 Rvk-myndir (89)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning