Þetta helst

Golfmót Rótarý verður haldið 30. júní nk.

Golfmót rótarýklúbba á Íslandi 2016 verður á golfvelli Kiðjabergs hjá golfklúbbi GKB fimmtudaginn 30. júní 2016. Það er Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg sem hefur umsjón með mótinu að þessu sinni. Makar rótarýfélaga eru velkomnir og keppa þeir til allra verðlauna utan sveitakeppninnar. Mótið er bæði einstaklingskeppni og sveitakeppni klúbba. Þetta er punktakeppni með forgjöf á 18 holum. Lesa meira 

Fréttir

11.6.2016 : Nýtt mánaðarbréf umdæmisstjóra

Bréfið hefur verið sent forsetum og riturum rótarýklúbbanna. Í því eru ýmsar ábendingar til embættismanna klúbbanna vegna stjórnarskipta sem framundan eru í upphafi nýs starfsárs hinn 1. júlí n.k. Bréfið er jafnframt birt hér á heimasíðu umdæmisins til þess að allir rótarýfélagar geti kynnt sér efni þess. Í bréfinu fjallar Magnús B. Jónsson, umdæmisstjóri, m.a. um framlög í Rótarýsjóðinn, fjölgun rótarýfélaga, löggjafarþing Rótarý og störf umdæmisráðs og skrifstofu umdæmisins.

Lesa meira

2.6.2016 : Skráningu skjalasafns umdæmisins senn lokið

Undanfarið ár hefur verið unnið að skráningu skjala og annarra gagna er snerta sögu Rótáry á Íslandi og hafa um langan aldur verið geymd á  skrifstofu umdæmisins. Samkomulag var gert við Þjóðskjalasafn Íslands um varðveislu gagnanna til frambúðar. Innan skamms lýkur skráningarverkefninu og verður skjalasafnið þá afhent Þjóðskjalasafninu.

Lesa meira

2.6.2016 : Undirbúningsfundir vegna morgunklúbbs í Reykjavík

Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi að stofnun nýs rótarýklúbbs í Reykjavík. Verður það morgunklúbbur til að mæta óskum þeirra sem látið hafa í ljós áhuga á að koma saman til fundar undir merkjum Rótarý árla morguns, áður en haldið er til vinnu.

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Esjuganga Rótary 14
    Esjuganga Rótarý 2012 (29)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning