Þetta helst

Stórtónleikar Rótarý í máli, myndum .. og músík

Tónleikagestir voru greinilega í hátíðarskapi þegar þeir gengu í Norðurljósasal Hörpu síðdegis sunnudaginn 7. janúar til að vera viðstaddir hina árlegu stórtónleika Rótarý. Nú er komin góð hefð á þennan viðburð í lista- og menningarlífi landsmanna. Þetta var í 21. sinn sem blásið var til tónleika á vegum Rótarý.


Lesa meira


 

Fréttir

16.1.2018 : Nýr fundartími í Kópavogi

Rótarýklúbbur Kópavogs fundar núna kl. 17.30

Sérstök athygli er vakin á breyttum fundartíma Rótarýklúbbs Kópavogs en næstu mánuði a.m.k. verða fundir klúbbsins kl. 17.30 á 1. hæð í Café Atlanta að Hlíðarsmára 3. Lesa meira

9.1.2018 : Stórtónleikar Rótarý í máli, myndum .. og músík

Fjölbreytt efnisskrá, frábær söngur og verðlaunaafhending í Hörpu 

Tónleikagestir voru greinilega í hátíðarskapi þegar þeir gengu í Norðurljósasal Hörpu síðdegis sunnudaginn 7. janúar 2018 til að vera viðstaddir hina árlegu stórtónleika Rótarý. Nú er komin góð hefð á þennan viðburð í lista- og menningarlífi landsmanna. Þetta var í 21. sinn sem blásið var til tónleika á vegum Rótarý. Tónlistardagskráin hefur ávallt verið í flutningi landskunnra listamanna en jafnframt hafa ungir verðlaunahafar Tónlistarsjóðs Rótarý komið fram og vakið verðskuldaða athygli sem leiðarstjörnur hver á sínu sviði í tónlistarlífinu. Stuðningur Rótarý hefur komið þeim að góðu gagni við öflun framhaldsmenntunar í list sinni.

Lesa meira

19.12.2017 : Tengslanetið styrkt á svæðafundi í Riga

Á hverju ári koma fyrrverandi, núverandi og verðandi umdæmisstjórar saman, ásamt mörgum helstu forustumönnum og leiðbeinendum innan Rótarýhreyfingarinnar. Tilgangurinn er að deila upplýsingum og þekkingu, styrkja vinabönd og tengslanet innan og milli landa og skiptast á hugmyndum um alþjóðahreyfingu Rótarý og Rótarýsjóðinn, stefnur og strauma.  Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri, sótti fundinn ásamt eiginkonu sinni Guðnýju Jónsdóttur. Á myndinni t.h. eru þau með samstarfs- og vinafólki sínu, Mikko og Tuire Hörkkö frá Finnlandi. Hér fylgir stutt frásögn Knúts.

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Knútur Óskarsson Paul Harris
    Esjuganga Rótarý 2012 (29)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning