Þetta helst

Lokið við samstarfsverkefni á Indlandi

Um miðjan mars var fagnað verklokum við þróunarverkefni, sem íslenska rótarýumdæmið og nokkrir íslenskir rótarýklúbbar hafa staðið að í Mumbai á Indlandi í samstarfi við rótarýumdæmi þar og alþjóðlega Rótarýsjóðinn. Staðsetning verkefnisins  er á starfssvæði rótarýklúbbsins Mumbai Downtown Sealand og sá hann um framkvæmdir. Hafa verið reistar 46 einingar sem eru með salerni og baði og sjá 260 manns fyrir hreinlætisaðstöðu. Lesa meira 

Fréttir

30.3.2017 : Lokið við þróunarverkefni á Indlandi

Um miðjan mars var fagnað verklokum við þróunarverkefni, sem íslenska rótarýumdæmið og nokkrir íslenskir rótarýklúbbar hafa staðið að í Mumbai á Indlandi í samstarfi við rótarýumdæmi þar og alþjóðlega Rótarýsjóðinn.

Lesa meira

12.3.2017 : Verðandi umdæmisstjóri kynnti stefnu sína á fræðslumóti

Klúbbarnir minntir á Rótarýdaginn 6. maí n.k.

„Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur“ verður þema Knúts Óskarssonar, næsta umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi. Undirtitillinn verður: „Framtíð barna í flóknu samfélagi“. Knútur tilkynnti þetta á fræðslumóti með verðandi embættismönnum rótarýklúbbanna. Hann sagði sjálfsmynd barna og unglinga í auknum mæli byggða á samfélagsmiðlum þar sem ákveðið ofbeldi getur átt sér stað, er veldur kvíða og hugarangri. Samskipti sem að stórum hluta fara fram í miðlunum efla ekki hæfileikana til eðlilegra samskipta augliti til auglitis. Knútur sagði að hann myndi taka þetta málefni til umfjöllunar í heimsóknum sínum til rótarýklúbbanna í haust, ásamt því að hvetja þá til að hafa það á dagskrá á fundum. Einnig verður það rætt á umdæmisþinginu í október.

Lesa meira

23.2.2017 : Rótarýsýning í Amtsbókasafninu á Akureyri

Rótarýklúbbur Akureyrar hefur nú í febrúar staðið fyrir glæsilegri ljósmyndasýningu í Amtsbókasafninu þar sem rakin er saga og hlutverk Rótarýhreyfingarinnar og klúbbsins á Akureyri sérstaklega. Hermann Sigtryggsson, fyrrum íþróttafulltrúi, hefur starfað í klúbbnum í 53 ár og jafnan sýnt því mikinn áhuga að taka myndir af klúbbstarfinu við margvísleg tækifæri. Afraksturinn af þessu gagnmerka starfi Hermanns má sjá á sýningunni auk fleiri mynda sem sýna vel hið mikla framlag Rkl. Akureyrar til félagsstarfs og samfélagsmála í bæjarfélaginu síðan klúbburinn var stofnaður árið 1938.   Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Á umdæmisþingi
    Umdæmisþing 2011 Rvk-myndir (89)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning