Þetta helst

Golfmót Rótarý verður haldið 30. júní nk.

Golfmót rótarýklúbba á Íslandi 2016 verður á golfvelli Kiðjabergs hjá golfklúbbi GKB fimmtudaginn 30. júní 2016. Það er Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg sem hefur umsjón með mótinu að þessu sinni. Makar rótarýfélaga eru velkomnir og keppa þeir til allra verðlauna utan sveitakeppninnar. Mótið er bæði einstaklingskeppni og sveitakeppni klúbba. Þetta er punktakeppni með forgjöf á 18 holum. Lesa meira 

Fréttir

27.5.2016 : Golfmót Rótarý verður haldið 30. júní n.k.

Golfmót rótarýklúbba á Íslandi 2016 verður á golfvelli Kiðjabergs hjá golfklúbbi GKB fimmtudaginn 30. júní 2016. Það er Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg sem hefur umsjón með mótinu að þessu sinni. Makar rótarýfélaga eru velkomnir og keppa þeir til allra verðlauna utan sveitakeppninnar.

 

Lesa meira

7.5.2016 : Persónuleg gjöf til Rótarýsjóðsins

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrv. umdæmisstjóri, ritar hvatningarorð

 

Rótarýsjóðurinn eða Rotary Foundation sem svo heitir á ensku skiptir máli. Íslenzkir rótarýfélagar kannast við Rótarýsjóðinn þó flestir leiði ef til vill hugann sjaldan að Rotary Foundation. Rótarýsjóðurinn er eitt mikilvægasta tæki Rotary International, sem saman stendur af rótarýklúbbum í heiminum. Sennilega er útrýming lömunarveiki stærsta einstaka verkefnið sem langflestir kannast við. Það hófst 1985 og þá smituðust 350.000 manns, að langsamlega stærstum hluta börn, af Polio eða veirunni sem veldur lömunarveiki með þeim afleiðingum að lamast og búa við skert lífsgæði upp frá því. Nú búa aðeins 2 lönd í heiminum við lömunarveiki, Afganistan og Paksistan og tilvikin í ár eru 12. Árangurinn er ótrúlegur.

Lesa meira

15.4.2016 : Nýtt mánaðarbréf umdæmisstjóra

„Rótarýumdæmið á orðið allnokkuð fé í svokölluðum „District Designated Fund“. Þessu fjármagni getur umdæmið ráðstafað í verkefni á alþjóðavísu. Á þessu starfsári mínu ákvað ég að leggja fram 40.000 USD í Polio Plus verkefnið. Þessi upphæð verður að 180.000 USD til verkefnisins. Það kemur til af því að þegar við gefum 40.000 koma 80.000 til viðbótar frá Bill og Melindu Gates sjóðnum og síðan koma 50% af upphæðinni til viðbótar (60.000) frá Rotary International. Á síðasta ári voru lagðir fram 10.000 USD til Polio Plus sem urðu að 45.000 USD til verkefnisins. Þannig hafa framlög frá íslenskum rótarýfélögum á tveim síðustu árum skilað um 255.000 USD ( 27.9 millj. ISK) til útrýmingar lömunarveiki í heiminum.“  Magnús B. Jónsson umdæmisstjóri  gerir þannig grein fyrir framlögum íslenskra rótarýfélaga til Rótarýsjóðsins í nýju mánaðarbréfi umdæmisstjóra, sem hann hefur sent út. Af öðru umfjöllunarefni Magnúsar má m.a. nefna stofnun nýrra klúbba, árangurinn af Rótarýdeginum 2016 og styrkveitingar Rótarý.

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Á umdæmisþingi
    Umdæmisþing 2011 Rvk-myndir (89)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning