Þetta helst

Umdæmisstjóraskipti á hátíðarfundi í Mosfellsbæ

Það var hátíðarbragur yfir fundinum í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar, sem haldinn var sl. þriðjudag, 27. júní. Þetta var starfsskilafundur Mosfellssveitarklúbbssins en einnig sérstakur hátíðarfundur því að Knútur Óskarsson, félagi í klúbbnum, var að taka við embætti umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi fyrir næsta starfsár sem byrjar 1. júlí. Lesa meira 

Fréttir

Anton Máni Svansson og Aron Má Ólafssyni t.v.

30.6.2017 : eRótarý veitir samtökunum „Allir gráta“ viðurkenningu

Rótarýklúbburinn eRótarý Ísland veitti nýverið félagasamtökunum Allir gráta viðurkenningu fyrir framlag samtakanna til bættrar geðheilsu ungmenna á Íslandi.
Forseti klúbbsins, Anton Máni Svansson, afhenti formanni samtakanna, Aron Má Ólafssyni, viðurkenningarskjalið við formlega athöfn á sérstökum klúbbsfundi eRótarý.
Lesa meira

29.6.2017 : Umdæmisstjóraskipti á hátíðarfundi í Mosfellsbæ

Það var hátíðarbragur yfir fundinum í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar, sem haldinn var sl. þriðjudag, 27. júní. Ekki spillti það fyrir að fundinum var valinn staður í nýjum og glæsilegum golfskála Golfklúbbs Mosfellssveitar, þaðan sem sér vítt yfir Kollafjörðinn og út á Faxaflóa þegar kvöldsólin gyllir tignarlegt útsýnið. Þetta var starfsskilafundur Mosfellssveitarklúbbssins en einnig sérstakur hátíðarfundur því að Knútur Óskarsson, félagi í klúbbnum, var að taka við embætti umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi fyrir næsta starfsár sem byrjar 1. júlí.

Lesa meira

24.6.2017 : Rkl. Keflavíkur sigraði í sveitakeppni golfmótsins

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári var að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbsins Reykjavík – Árbær og var mótið haldið á Húsatóftavelli við Grindavík í gær, föstudaginn 23. júní 2017. Í sveitakeppni klúbba sigruðu keppendur úr Rkl. Keflavíkur, þeir Einar Magnússon og Guðlaugur Grétar Grétarsson með 63 pkt. Önnur úrslit voru eins og greint er frá eftirfarandi pistli. 

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Esjuganga Rótary 3
    Esjuganga Rótarý 2012 (29)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning