Þetta helst

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi árið 2018

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Reykjavíkur og verður mótið haldið á Urriðavelli á svæði Golfklúbbsins Odds fimmtudaginn 28. júní 2018.

Eins og venjan er verður keppnin punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verður keppt um besta heildarskor einstaklinga, án forgjafar. Verðlaun verða veitt fyrir högg næst holu á öllum par 3 brautum, auk þess sem dregið verður úr skorkortum í lokin. Lesa meira 

Fréttir

13.6.2018 : Afhending Paul Harris viðurkenningar

Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri, afhenti Markúsi Erni Antonssyni æðstu Paul Harris orðu sem völ er á við hátíðlega athöfn á ársfundi Rotary Norden í Stykkishólmi nýlega.  Lesa meira

6.6.2018 : Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi árið 2018

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Reykjavíkur og verður mótið haldið á Urriðavelli á svæði Golfklúbbsins Odds fimmtudaginn 28. júní 2018.


Lesa meira
Friðarstyrkir Rótarý

12.4.2018 : Styrkir til tveggja ára háskólanáms í boði

Alþjóðlegir  friðarstyrkir Rótarýhreyfingarinnar

Rótarýsjóðurinn mun veita allt að 50 styrki til tveggja ára meistaranáms skólaárin 2019-2021. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu.

Styrkirnir, sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir. Umsækjendur skulu að loknu háskólaprófi hafa aflað sér umtalsverðrar reynslu af störfum við mannúðarmál innan lands eða utan. Rótarýhreyfingin á Íslandi getur mælt með umsókn með hliðsjón af viðtali og könnun á námsferli og störfum. Makar, afkomendur og makar afkomenda lifandi Rótarýfélaga geta ekki sótt um styrkinn. Ellefu Íslendingar hafa þegar hlotið friðarstyrki frá því þeir voru fyrst veittir árið 2002.
Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • GSE hópurinn 2012
    Umdæmisþing 2011 Rvk-myndir (89)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning