Þetta helst

Verðandi umdæmisstjóri kynnti stefnu sína á fræðslumóti

Minnt var á að Rótarýdagurinn verður haldinn 6. maí n.k.

Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur“ verður þema Knúts Óskarssonar, næsta umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi. Undirtitillinn verður: „Framtíð barna í flóknu samfélagi“. Knútur tilkynnti þetta á fræðslumóti með verðandi embættismönnum rótarýklúbbanna. Hann sagði sjálfsmynd barna og unglinga í auknum mæli byggða á samfélagsmiðlum þar sem ákveðið ofbeldi getur átt sér stað, er veldur kvíða og hugarangri. Samskipti sem að stórum hluta fara fram í miðlunum efla ekki hæfileikana til eðlilegra samskipta augliti til auglitis. Knútur sagði að hann myndi taka þetta málefni til umfjöllunar í heimsóknum sínum til rótarýklúbbanna í haust, ásamt því að hvetja þá til að hafa það á dagskrá á fundum. Einnig verður það rætt á umdæmisþinginu í október. Lesa meira


 

Fréttir

12.3.2017 : Verðandi umdæmisstjóri kynnti stefnu sína á fræðslumóti

Klúbbarnir minntir á Rótarýdaginn 6. maí n.k.

„Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur“ verður þema Knúts Óskarssonar, næsta umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi. Undirtitillinn verður: „Framtíð barna í flóknu samfélagi“. Knútur tilkynnti þetta á fræðslumóti með verðandi embættismönnum rótarýklúbbanna. Hann sagði sjálfsmynd barna og unglinga í auknum mæli byggða á samfélagsmiðlum þar sem ákveðið ofbeldi getur átt sér stað, er veldur kvíða og hugarangri. Samskipti sem að stórum hluta fara fram í miðlunum efla ekki hæfileikana til eðlilegra samskipta augliti til auglitis. Knútur sagði að hann myndi taka þetta málefni til umfjöllunar í heimsóknum sínum til rótarýklúbbanna í haust, ásamt því að hvetja þá til að hafa það á dagskrá á fundum. Einnig verður það rætt á umdæmisþinginu í október.

Lesa meira

23.2.2017 : Rótarýsýning í Amtsbókasafninu á Akureyri

Rótarýklúbbur Akureyrar hefur nú í febrúar staðið fyrir glæsilegri ljósmyndasýningu í Amtsbókasafninu þar sem rakin er saga og hlutverk Rótarýhreyfingarinnar og klúbbsins á Akureyri sérstaklega. Hermann Sigtryggsson, fyrrum íþróttafulltrúi, hefur starfað í klúbbnum í 53 ár og jafnan sýnt því mikinn áhuga að taka myndir af klúbbstarfinu við margvísleg tækifæri. Afraksturinn af þessu gagnmerka starfi Hermanns má sjá á sýningunni auk fleiri mynda sem sýna vel hið mikla framlag Rkl. Akureyrar til félagsstarfs og samfélagsmála í bæjarfélaginu síðan klúbburinn var stofnaður árið 1938.   Lesa meira

24.1.2017 : Rótarýfélagar bruna á mótorfákum sínum innanlands og utan

Innan alþjóðlegu Rótarýhreyfingarinnar starfar fjöldi klúbba áhugafólks á sérsviðum sem hefur samband sín á milli og notar ýmis tækifæri til að hittast og ferðast saman. Sjá nánar hér. Þetta á ekki síst við um félagsskap mótorhjólafólks, International Fellowship of Motorcycling Rotarians, IFMR. Hér á landi starfar hópur rótarýfélaga á þessu sviði og er m.a. virkur í Norðurlandasamstarfi innan IFMR Norden. Björn Viggósson, Rkl. Reykjavík Grafarvogur, sem er fyrirliði hópsins, gerði nánar grein fyrir starfinu og spennandi tækifærum sem í boði eru.

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Esjuganga Rótary 4
    Esjuganga Rótarý 2012 (29)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning