Þetta helst

Nýr alþjóðaforseti Rótarý kemur til Íslands

Nýr alþjóðaforseti Rótarý Ian Riseley, sem tekur við embætti í júlí, og eiginkona hans Juliet koma í heimsókn til Íslands undir lok þessa mánaðar og dveljast hér í nokkra daga. Föstudaginn 26. maí verður haldinn fundur íslenskra rótarýfélaga með þeim hjónum á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 19.00 með léttum kvöldverði en síðan verða almennar umræður og fyrirspurnir. Rótarýfélagar eru hvattir til að mæta ásamt mökum. Þátttaka tilkynnist til rotary@rotary.is  

Fréttir

4.5.2017 : "Vertu með" á Rótarýdaginn í Garðabæ

Rótarýdagurinn verður n.k. laugardag, 6. maí. Þá efna Rkl. Görðum og Rkl. Hof til opins rótarýfundar kl. 13 - 15 í skátaheimilinu Jötunheimum, Bæjarbraut 7, Garðabæ. Dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð. Lesa meira

2.5.2017 : Rótarýdagurinn 6. maí 2017

Undanfarin tvö ár hefur verið haldinn sérstakur Rótarýdagur, þar sem klúbbarnir hafa verið með ýmsa viðburði sem tengdust þeim einkunnarorðum, sem umdæmisstjóri hafði sett fram og tileinkað deginum.

Ég legg áherslu á að klúbbarnir noti þennan dag til að kynna Rótarýhreyfinguna. Hvert er hlutverk hennar og tilgangur. Það hefur löngum verið mörgum utanaðkomandi ráðgáta hvert er hlutverk Rótarý,“ segir Guðmundur Jens Þorvarðarson, umdæmisstjóri í ávarpi til klúbbanna.

Lesa meira

30.3.2017 : Lokið við þróunarverkefni á Indlandi

Um miðjan mars var fagnað verklokum við þróunarverkefni, sem íslenska rótarýumdæmið og nokkrir íslenskir rótarýklúbbar hafa staðið að í Mumbai á Indlandi í samstarfi við rótarýumdæmi þar og alþjóðlega Rótarýsjóðinn.

Lesa meira

Myndasafn forsíðu

  • Esjuganga 9
    Esjuganga Rótarý 2012 (29)

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning