Fréttir

30.3.2017 : Lokið við þróunarverkefni á Indlandi

Um miðjan mars var fagnað verklokum við þróunarverkefni, sem íslenska rótarýumdæmið og nokkrir íslenskir rótarýklúbbar hafa staðið að í Mumbai á Indlandi í samstarfi við rótarýumdæmi þar og alþjóðlega Rótarýsjóðinn.

Lesa meira

12.3.2017 : Verðandi umdæmisstjóri kynnti stefnu sína á fræðslumóti

Klúbbarnir minntir á Rótarýdaginn 6. maí n.k.

„Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur“ verður þema Knúts Óskarssonar, næsta umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi. Undirtitillinn verður: „Framtíð barna í flóknu samfélagi“. Knútur tilkynnti þetta á fræðslumóti með verðandi embættismönnum rótarýklúbbanna. Hann sagði sjálfsmynd barna og unglinga í auknum mæli byggða á samfélagsmiðlum þar sem ákveðið ofbeldi getur átt sér stað, er veldur kvíða og hugarangri. Samskipti sem að stórum hluta fara fram í miðlunum efla ekki hæfileikana til eðlilegra samskipta augliti til auglitis. Knútur sagði að hann myndi taka þetta málefni til umfjöllunar í heimsóknum sínum til rótarýklúbbanna í haust, ásamt því að hvetja þá til að hafa það á dagskrá á fundum. Einnig verður það rætt á umdæmisþinginu í október.

Lesa meira

23.2.2017 : Rótarýsýning í Amtsbókasafninu á Akureyri

Rótarýklúbbur Akureyrar hefur nú í febrúar staðið fyrir glæsilegri ljósmyndasýningu í Amtsbókasafninu þar sem rakin er saga og hlutverk Rótarýhreyfingarinnar og klúbbsins á Akureyri sérstaklega. Hermann Sigtryggsson, fyrrum íþróttafulltrúi, hefur starfað í klúbbnum í 53 ár og jafnan sýnt því mikinn áhuga að taka myndir af klúbbstarfinu við margvísleg tækifæri. Afraksturinn af þessu gagnmerka starfi Hermanns má sjá á sýningunni auk fleiri mynda sem sýna vel hið mikla framlag Rkl. Akureyrar til félagsstarfs og samfélagsmála í bæjarfélaginu síðan klúbburinn var stofnaður árið 1938.   Lesa meira

24.1.2017 : Rótarýfélagar bruna á mótorfákum sínum innanlands og utan

Innan alþjóðlegu Rótarýhreyfingarinnar starfar fjöldi klúbba áhugafólks á sérsviðum sem hefur samband sín á milli og notar ýmis tækifæri til að hittast og ferðast saman. Sjá nánar hér. Þetta á ekki síst við um félagsskap mótorhjólafólks, International Fellowship of Motorcycling Rotarians, IFMR. Hér á landi starfar hópur rótarýfélaga á þessu sviði og er m.a. virkur í Norðurlandasamstarfi innan IFMR Norden. Björn Viggósson, Rkl. Reykjavík Grafarvogur, sem er fyrirliði hópsins, gerði nánar grein fyrir starfinu og spennandi tækifærum sem í boði eru.

Lesa meira

9.1.2017 : Styrkveiting á glæsilegum stórtónleikum Rótarý

Stórtónleikar Rótarý 2017 voru haldnir í Norðurljósasal Hörpu í gær 8. janúar og stóðu frá kl. 20.00 til 22.30 með hléi þegar tónleikagestir skáluðu í kampavíni og fögnuðu nýju ári. Á tónleikunum voru m.a. afhentir styrkir úr Tónlistarsjóði Rótarý. Að þessu sinni hlutu þá Ísak Ríkharðsson, fiðluleikari og Jóhann Kristinsson, baritón, kr. 800.000 hvor. Báðir stunda framhaldsnám erlendis, Ísak í Zürich og Jóhann í Berlín. Komu þeir fram í dagskrá tónleikanna.  Á myndinni eru f.v. Guðmundur Jens Þorvarðarson, umdæmisstjóri Rótarý, Ísak Ríkharðsson, Jóhann Kristinsson og Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Tónlistarsjóðs Rótarý.  

Lesa meira

25.11.2016 : Stórtónleikar Rótarý 8. janúar 2017

Tónlistarsjóður Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi mun þann 8. janúar 2017 standa fyrir stórtónleikum í Norðurljósasal Hörpu, líkt og undanfarin ár. Tónleikarnir hafa skapað sér góðan sess sem vettvangur til að styrkja unga tónlistarmenn, enda hafa margir frábærir komið fram á tónleikunum undanfarin ár.

Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning