Fréttir

13.12.2017 : Jólaskógur í Garðabæ

Hægt að höggva og kaupa jólatré

Jólaskógur
Jólaskógur verður í Smalaholti laugardaginn 16. desember kl. 12-16 í boði Skógræktarfélags Garðabæjar og Rótarýklúbbsins Görðum.  Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf með aðstoð. Lesa meira

13.12.2017 : Rótaryklúbbur Héraðsbúa styrkir námsmann í Malavi

Styrkur til kennaranáms

Rótarýklúbbur Héraðsbúa hefur ákveðið að styrkja ungan mann frá Malaví, Issa Bonomali frá þorpinu Chirombo við Apaflóa, til þriggja ára kennaranáms á háskólastigi. Issa er kvæntur og tveggja barna faðir, á sex ára dóttur og dreng á öðru ári.
Skarphéðinn G. Þórisson og kona hans Ragnhildur Rós Indriðadótti voru í hjálparstarfi í Malaví fyrir rúmum áratug en það var upphaf af kunningsskap þeirra Issa og Skarphéðins.

Lesa meira

30.10.2017 : Erlendir skiptinemar á vegum Rótarý

Sjö erlendir skiptinemar dveljast hér á landi þetta skólaár á vegum Rótarý hjá íslenskum fjölskyldum og stunda nám í framhaldsskólum. Hin alþjóðlegu nemendaskipti Rótarý eru mikilvæg og þjóna göfugum tilgangi í samræmi við stefnumál hreyfingarinnar um eflingu vináttu og friðar þjóða í milli.

 

Lesa meira

25.10.2017 : Rótarýklúbbur Ísafjarðar fagnaði 80 ára afmæli

Rótarýklúbbur Ísafjarðar fagnaði áttatíu ára starfsafmæli 20. október s.l. en hann var stofnaður 20. október 1937. Hátíðarfundur var haldinn á Hótel Ísafirði 21. október sl., þar sem mökum var boðið til kvöldverðar ásamt umdæmisstjóra Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, Knúti Óskarssyni og eiginkonu hans Guðnýju Jónsdóttur. 

Lesa meira

16.10.2017 : Viðurkenningar Rótarý fyrir nýstárlegt framtak

Rótarýumdæmið hefur það markmið að láta samfélagið njóta góðs af starfi Rótarý á Íslandi. Tilgangur Verðlauna- og styrktarsjóðs Rótarý er að veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi eða nýstárlegt framtak, sem unnið er í umdæminu á sviði mennta, lista, vísinda eða atvinnumála, og að styðja samfélagsverkefni.

Lesa meira

14.10.2017 : Íslensk ungmenni orðin fyrirmynd erlendis

Stöðug niðursveifla í neyslu áfengis og vímuefna vekur athygli alþjóðlega 

Eftir umræður og hádegisverðarhlé á umdæmisþingi Rótarý, var dagskrá fram haldið og þá undir kjörorðum núverandi umdæmisstjóra “Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur”. Út af þeim orðum mun umdæmið og klúbbarnir í landinu leggja í starfi sínu til að vekja athygli á stöðu barna og ungmenna í flóknu samfélagi nútímans, vandamálum þeirra og velferð. 


Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning