Fréttir

30.6.2017 : eRótarý veitir samtökunum „Allir gráta“ viðurkenningu

Anton Máni Svansson og Aron Má Ólafssyni t.v.
Rótarýklúbburinn eRótarý Ísland veitti nýverið félagasamtökunum Allir gráta viðurkenningu fyrir framlag samtakanna til bættrar geðheilsu ungmenna á Íslandi.
Forseti klúbbsins, Anton Máni Svansson, afhenti formanni samtakanna, Aron Má Ólafssyni, viðurkenningarskjalið við formlega athöfn á sérstökum klúbbsfundi eRótarý.
Lesa meira

29.6.2017 : Umdæmisstjóraskipti á hátíðarfundi í Mosfellsbæ

Það var hátíðarbragur yfir fundinum í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar, sem haldinn var sl. þriðjudag, 27. júní. Ekki spillti það fyrir að fundinum var valinn staður í nýjum og glæsilegum golfskála Golfklúbbs Mosfellssveitar, þaðan sem sér vítt yfir Kollafjörðinn og út á Faxaflóa þegar kvöldsólin gyllir tignarlegt útsýnið. Þetta var starfsskilafundur Mosfellssveitarklúbbssins en einnig sérstakur hátíðarfundur því að Knútur Óskarsson, félagi í klúbbnum, var að taka við embætti umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi fyrir næsta starfsár sem byrjar 1. júlí.

Lesa meira

24.6.2017 : Rkl. Keflavíkur sigraði í sveitakeppni golfmótsins

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári var að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbsins Reykjavík – Árbær og var mótið haldið á Húsatóftavelli við Grindavík í gær, föstudaginn 23. júní 2017. Í sveitakeppni klúbba sigruðu keppendur úr Rkl. Keflavíkur, þeir Einar Magnússon og Guðlaugur Grétar Grétarsson með 63 pkt. Önnur úrslit voru eins og greint er frá eftirfarandi pistli. 

Lesa meira

23.6.2017 : Nýr félagi tekinn inn

Kolbrún Benediktsdóttir er nú yngsti félaginn í klúbbnum

Bessi H. Þorsteinsson og Kolbrún Benediktsdóttir
Í gær var Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tekinn inn í klúbbinn með hátíðlegri athöfn. Hún er fjórði félaginn sem tekinn er inn í klúbbinn á þessu ári og er nú sú yngsta í klúbbnum.
Lesa meira

9.6.2017 : Golfmót Rótarýumdæmisins 2017

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbsins Reykjavík – Árbær og verður mótið haldið á Húsatóftavelli við Grindavík föstudaginn 23. júní 2017.

Lesa meira

29.5.2017 : Alþjóðaforseti Rótarý lætur verkin tala

Ian H.S. Riseley, næsti alþjóðaforseti Rótarý, kom við í Vinaskógi á Þingvöllum sl. fimmtudag og gróðursetti fjórar trjáplöntur ásamt Juliet konu sinni og Mikael Ahlberg, sem sæti á í framkvæmdastjórn Rotary International, og Charlotte konu hans. Ian hefur lýst því sem stefnumarki á starfsári sínu 2017-2018 að rótarýklúbbar um allan heim geri átak í trjárækt og gróðursetji eina trjáplöntu á hvern klúbbfélaga.

Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning