Fréttir

24.6.2017 : Rkl. Keflavíkur sigraði í sveitakeppni golfmótsins

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári var að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbsins Reykjavík – Árbær og var mótið haldið á Húsatóftavelli við Grindavík í gær, föstudaginn 23. júní 2017. Í sveitakeppni klúbba sigruðu keppendur úr Rkl. Keflavíkur, þeir Einar Magnússon og Guðlaugur Grétar Grétarsson með 63 pkt. Önnur úrslit voru eins og greint er frá eftirfarandi pistli. 

Lesa meira

23.6.2017 : Nýr félagi tekinn inn

Kolbrún Benediktsdóttir er nú yngsti félaginn í klúbbnum

Bessi H. Þorsteinsson og Kolbrún Benediktsdóttir
Í gær var Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tekinn inn í klúbbinn með hátíðlegri athöfn. Hún er fjórði félaginn sem tekinn er inn í klúbbinn á þessu ári og er nú sú yngsta í klúbbnum.
Lesa meira

9.6.2017 : Golfmót Rótarýumdæmisins 2017

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbsins Reykjavík – Árbær og verður mótið haldið á Húsatóftavelli við Grindavík föstudaginn 23. júní 2017.

Lesa meira

29.5.2017 : Alþjóðaforseti Rótarý lætur verkin tala

Ian H.S. Riseley, næsti alþjóðaforseti Rótarý, kom við í Vinaskógi á Þingvöllum sl. fimmtudag og gróðursetti fjórar trjáplöntur ásamt Juliet konu sinni og Mikael Ahlberg, sem sæti á í framkvæmdastjórn Rotary International, og Charlotte konu hans. Ian hefur lýst því sem stefnumarki á starfsári sínu 2017-2018 að rótarýklúbbar um allan heim geri átak í trjárækt og gróðursetji eina trjáplöntu á hvern klúbbfélaga.

Lesa meira

4.5.2017 : "Vertu með" á Rótarýdaginn í Garðabæ

Rótarýdagurinn verður n.k. laugardag, 6. maí. Þá efna Rkl. Görðum og Rkl. Hof til opins rótarýfundar kl. 13 - 15 í skátaheimilinu Jötunheimum, Bæjarbraut 7, Garðabæ. Dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð. Lesa meira

2.5.2017 : Rótarýdagurinn 6. maí 2017

Undanfarin tvö ár hefur verið haldinn sérstakur Rótarýdagur, þar sem klúbbarnir hafa verið með ýmsa viðburði sem tengdust þeim einkunnarorðum, sem umdæmisstjóri hafði sett fram og tileinkað deginum.

Ég legg áherslu á að klúbbarnir noti þennan dag til að kynna Rótarýhreyfinguna. Hvert er hlutverk hennar og tilgangur. Það hefur löngum verið mörgum utanaðkomandi ráðgáta hvert er hlutverk Rótarý,“ segir Guðmundur Jens Þorvarðarson, umdæmisstjóri í ávarpi til klúbbanna.

Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning