Fréttir

12.4.2018 : Styrkir til tveggja ára háskólanáms í boði

Alþjóðlegir  friðarstyrkir Rótarýhreyfingarinnar

Friðarstyrkir Rótarý

Rótarýsjóðurinn mun veita allt að 50 styrki til tveggja ára meistaranáms skólaárin 2019-2021. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu.

Styrkirnir, sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir. Umsækjendur skulu að loknu háskólaprófi hafa aflað sér umtalsverðrar reynslu af störfum við mannúðarmál innan lands eða utan. Rótarýhreyfingin á Íslandi getur mælt með umsókn með hliðsjón af viðtali og könnun á námsferli og störfum. Makar, afkomendur og makar afkomenda lifandi Rótarýfélaga geta ekki sótt um styrkinn. Ellefu Íslendingar hafa þegar hlotið friðarstyrki frá því þeir voru fyrst veittir árið 2002.
Lesa meira

11.3.2018 : „Byggjum brýr - tengjum fólk“ einkunnarorð næsta umdæmisstjóra

Fræðslumót fyrir viðtakandi embættismenn Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi laugardaginn 10. mars. Þar voru komnir til þátttöku fulltrúar rótarýklúbbanna um land allt. Var víða komið við í fræðslu um störf Rótarý og ábyrgð og skyldur þeirra sem hafa verið valdir til forystu á næsta starfsári. Verðandi umdæmisstjóri Garðar Eiríksson, Rkl. Selfoss, stjórnaði fræðslumótinu og flutti ávarp í upphafi þess sem fjallaði um mörg brýnustu viðfangsefni Rótarý og stefnumál næsta starfsárs.


Lesa meira

8.3.2018 : Morgunklúbbur í miðbæ Reykjavíkur í undirbúningi

Unnið er að undirbúningi að stofnun nýs morgunklúbbs Rótarý fyrir miðbæjarsvæði Reykjavíkur. Ýmsir verðandi rótarýfélagar voru ásamt nokkrum starfandi félögum í öðrum klúbbum boðaðir til undirbúningsfundar nýlega á veitingastaðnum Jamie Oliver á Hótel Borg. Rúmlega 20 manns sóttu fundinn og verður undirbúningsstarfinu fram haldið á næstu vikum. 

Lesa meira

7.3.2018 : Rótarýklúbbur Akureyrar 80 ára

Afmælishátíð laugardaginn 17. mars

Akureyri bátar

Rótarýklúbbur Akureyrar fagnar 80 ára afmæli sínu en 21. mars 1938 komu sjö manns saman til að undirbúa stofnun klúbbsins. Samþykkt var að stofna félagsskapinn til reynslu, en tilkynna hann ekki að svo stöddu, fyrr en séð væri, hvernig líkaði og gengi.

Lesa meira

25.2.2018 : Vel heppnuð dagskrá Rótarýdags í Ólafsfirði!

Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar, héldu dagskrá sína í tilefni af Rótarýdeginum á Hornbrekku, heimili aldraðra í Ólafsfirði.

Uppleggið var að kynna rótarýhreyfinguna, klúbbinn og að veita innsýn í hefðbundinn rótarýfund.

Samkoman hófst á því að Elísa Rán Igvarsdóttir forstöðumaður heimilisins bauð gesti velkomna og gaf svo forseta Ave Kara Sillaots orðið og  setti hún fund og fór yfir hvað í vændum væri.  Næsta mál á dagskrá var inntaka nýs félaga, sem er Ingvar Ágúst Guðmundsson fyrir starfsgreinina ,,Málarameistari“ og fór það eftir settum reglum.  Ingvar var boðinn velkomin í klúbbinn með sterku lófataki.

Lesa meira

21.2.2018 : Viðburðarík dagskrá Rótarýdagsins n.k. laugardag

Rótarýdagurinn verður haldinn laugardaginn 24. febrúar n.k.. Rótarýklúbbar víða um land efna þá til viðburða undir yfirskriftinni „Látum rödd Rótarý heyrast.“ Almenn kynning á störfum Rótarýhreyfingarinnar fer fram og klúbbarnir leggja áherslu á að kynna framlag sitt til samfélagsþjónustu og kosti þess að starfa í góðum félagsskap innan Rótarý. Að þessu sinni verður athyglinni einnig beint að málefnum ungs fólks með tilliti til ásóknar og áhrifa hinna öflugu og margslungnu samfélagsmiðla. 

Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning