Um klúbbinn

Um eRótarý Ísland - Rotary E-Club of Iceland

eRótarý Ísland var stofnaður 18. apríl 2012

Stofnbréf klúbbsins var gefið út 22. júní 2012

Klúbbnúmer: 84623 í umdæmi 1360

Netfang klúbbsins: erotary@rotary.is

eRótarý Ísland er netklúbbur sem mun halda reglulega fjarfundi. Stefnt er að því að fjarfundir klúbbsins verða teknir upp og settir á heimasíðu klúbbsins svo klúbbfélagar geta nálgast upptökur af fundi þegar þeim hentar. Fundarboð á netfundi eru send út með rafrænum hætti í gegnum fjarfundarforritið og birtast í póstforritum klúbbmeðlima.