Rótarýdagurinn

Við berjumst gegn lömunarveikinni – Þú getur hjálpað

Rótarýdagurinn 2019 er haldinn 23. febrúar og er þema dagsins baráttan gegn lömunarveikinni sem Rótarýhreyfingin hefur frá 1988 lagt á þriðja hundrað milljarða íslenskra króna!

Hefur verið unnið í samstarfi við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina og fleiri og hefur Rótarý fengið til liðs við sig m.a. sjóð Belindu og Bill Gates sem nú leggja tvo dollara fyrir hvern einn dollara sem Rótarý leggur til verkefnisins.

Bólusetning nauðsynleg

Nú er svo lítið eftir til að útrýma þessum vágesti og lömunarveiki sem finnst nú aðeins í Afganistan og Pakistan en það er gríðarlega mikilvægt að bólusetja gegn þessum vágesti til að útrýma honum alveg. Veiran hefur fundist í frárennslisvatni og því mikilvægt að sofna ekki á verðinum og berjast gegn þessari veiru sem enginn lækning finnst við.

Smelltu hér til að sjá myndbandið í fullri lengd.

Rótarýklúbbarnir kynna baráttuna og starf sitt

Rótarýklúbbarnir á Íslandi tileinka Rótarýdaginn þessari baráttu og hvetja aðra til að leggja fé að mörkum til þessa mikilvæga verkefnis um leið og þeir kynna starf sitt.

Leggðu lið — SMELLTU HÉR

Fylgstu með Rótarýdeginum á Facebook

Rótarýklúbbur Akraness
Almennur opinn fundur kl. 12 í Jónsbúð við Akursbraut
Baráttan gegn lömunarveiki og þátttaka Rótarý í henni
Bólusetningar og gagnsemi þeirra
Staða Heilbrigðisstofnunar Vesturlends, framtíðarsýn stjórnenda
Fyrirspurnir og umræður.
Boðið upp á súpu og brauð.

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar
Opinn kynningarfundur í Turninum í Firði kl. 12-13.
Starf Rótarýsjóðsins kynnt, Rótarýhreyfingin og klúbburinn kynntur, Skiptinemastarf Rótarý kynnt. Boðið upp á súpu og brauð. Allir velkomnir.

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar
Opin kynning á fjölskyldudegi Menntaskólans á Tröllaskaga kl. 13.30-16
Opinn rótarýfundur hefst kl. 14
Kynning á Rótarýhreyfingunni og samfélagsverkefnum klúbbsins
Framlag klúbbsins til útrýmingar lömunarveiki kynnt
Fjárstyrkir veittir í samfélagasverkefni í Ólafsfirði
Tónlist – Nemenur Tónlistarskóla Tröllaskaga.

Rótarýklúbbur Borgarness
Opinn fundur á Hótel Borgarnesi kl. 14.
Fyrirlestur fjölmiðlakonunnar Sigríðar Arnardóttur, „Laðaðu til þín það góða“
stutt kynning á klúbbnum og starfsemi hans.
Kaffiveitingar, happdrættisglaðningar og umræður.

Rótarýklúbbur Héraðsbúa Egilsstöðum
Opin dagskrá í Tehúsinu, Kaupvangi 17 kl. 15-17
Kynning á Rótarýhreyfingunni og klúbbnum
Kynning á verkefni klúbbsins í Malaví
Tónlistaratriði, Öysten – Zigmars
Kynning á baráttu Rótarý gegn lömunarveiki í heiminum
Umfjöllun um bólusetningar og gagnsemi þeirra
Tónlistaratriði, Dóri Fella og vinir.
Heitt á könnunni.

Rótarýklúbbur Akureyrar
Kynningarkvöld á Borgum við Háskólann, 27. febrúar kl. 19.30-22
Myndband um baráttuna gegn lömunarveikinni sýnt og bíómyndin Breathe. Boðið upp á freyðivín og popp.

Related Images: