Rótarýumdæmið á Íslandi
STOCKHOLMS VÄSTRA

Rótarýfélagar eru fulltrúar sinnar starfsgreinar, karla og konur sem hafa það sameiginlega markmið að láta gott af sér leiða undir kjörorðinu „Þjónusta framar eigin hag“.

  • Er það satt og rétt
  • Er það drengilegt?
  • Eykur það góðvild og vinarhug?
  • Er það öllum til góðs

Sjá nánar almenna síðu Rótarý á Íslandi á www.rotary.is

 


fimmtudagur fimmtudagur, 28. apríl 2022
Rótarýklúbbar setji umhverfismál á oddinn

Umhverfisnefnd Rótarý hvetur alla Rótarýklúbba til setja umhverfismál á oddinn og sinna umhverfisverkefnum af fjölbreyttu tagi í sínu nærumhverfi. 

Ljóst er að margir klúbbar sinna umhverfistengdum verkefnum árlega af miklum myndarskap.  Dæmi um slík verkefni eru ýmis gróðursetningarverkefni, hvort sem um er að ræða skógarreiti sem klúbbar hafa umsjón með, gróðursetningar inni í byggð í samstarfi við viðkomandi sveitarfélag að ógleymdum verkefnum þar sem rótarýklúbbar hafa tekið að sér og/eða verið með umsjón með gróðursetningu ávaxtatrjáa við leikskóla. Jafnframt hafa klúbbar eindregið verið hvattir til að hafa umhverfismál í huga við skipulagningu erinda á fundum sínum.

Umhverfisnefnd vill vekja athygli klúbba á Yrkjuverkefni Yrkjusjóðs en það snýst um að grunnskólabörn fái að gróðursetja skógarplöntur í sínu nærumhverfi.  Grunnskólar um allt land geta sótt um að fá að taka þátt í verkefninu og árlega hafa um 100 skólar verið með, sumir þeirra allt frá upphafi verkefnisins fyrir um 30 árum. Rótarýklúbbar hafa lagt hönd á plóg við að aðstoða grunnskóla á sínu heimasvæði í tengslum við Yrkjuverkefnið og eru klúbbar áfram hvattir til að leggja málefninu lið.
Þeir sem hafa áhuga á slíku eru vinsamlegast beðir að hafa samband við verkefnisstjóra Yrkjusjóðs, Ragnhildi Freysteinsdóttur (rtf@skog.is).  
 
Önnur verkefni sem nefndin vill vekja athygli á eru:
  1. Matjurtaræktun - Klúbbar eru hvattir til að taka til hendinni í matjurtaræktun á vordögum 2022, í heimagarði/nærsamfélagi, eigin garði, skólagörðum eða fjölskyldugörðum hjá sveitarfélagi eða í samstarfi við leikskóla/grunnskóla. Fræðsluefni er fáanlegt á ýmsum stöðum, m.a. handbók um grænmetisræktun í heimagörðum, Úr beði á borð, sem fæst hjá Garðyrkjufélagi Íslands. 
  2. Gróðursetning á plöntum í heimabyggð – (t.d. samstarf við sveitarfélög) klúbbar séu opnir fyrir ræktunartækifærum í heimabyggð, t.d. ávaxtatré fyrir leikskóla eins og hefur verið gert á Suðurnesjum og í Garðabæ. 
  3. Hreinsa rusl  - hver klúbbur er hvattur til að taka til hendinni í grennd við sína heimahöfn en einnig er sniðugt að klúbbar taki þátt í allsherjarhreinsunarverkefnum, t.d. á vegum sveitarfélaga og/eða öðrum aðilum.  

Umhverfisstefna Rótarý á Íslandi

Rótarýhreyfingin, sem er meðal  stærstu og áhrifamestu mannúðarsamtaka heims, einbeitir sér nú í auknum mæli að umhverfis- og loftslagsmálum. Hamfarahlýnun jarðar ógnar lífsviðurværi fólks í mörgum löndum og ef ekkert er að gert munu loftslagsbreytingar ógna lífsviðurværi allra jarðarbúa innan fárra ára.  Verkefni hreyfingarinnar snúast meir og meir um að takast á við þær afleiðingar sem breytingar í umhverfi og loftslagi hafa á samfélög.  
 
Rótarý á Íslandi setur sér umhverfisstefnu og vill með því verða virkt afl í umhverfismálum og efla umræðu um lausnir til verndar umhverfinu. 
 
Rótarý á Íslandi hvetur félaga sína til að vera virkir í verndun umhverfis og auka umhverfisvitund félagsmanna. 
 
Rótarýfélagar taki höndum saman um að breiða út mikilvægi góðrar umgengni við umhverfið og náttúru landsins. Allir klúbbar setji sér markmið í umhverfismálum og  hafi verkefni sem tengjast verndun umhverfis á starfsáætlun sinni. 
 
Umdæmið og klúbbar kappkosti að nota umhverfisvænar vörur í öllum verkefnum sínum í náinni samvinnu við viðskiptavini og þjónustuaðila. Jafnframt leitist klúbbar við að draga úr pappírsnotkun, eins og kostur er.
 
Rótarýhreyfingin leggur áherslu á að minnka matarsóun, draga úr mengandi samgöngum, efla kolefnisbindingu í gróðri og aðrar þær aðgerðir sem leiða til mótvægis við hlýnun jarðar.
 
 
mánudagur mánudagur, 29. nóvember 2021
Nýtt félagakerfi 2022

Nýtt félagakerfi 2022

Rótarý á Íslandi mun taka upp nýtt félagakerfi, Polaris.

Uppsetning og innleiðing á því mun hefjast fljótlega og upplýsingar úr ClubAdmin, núverandi kerfi, verað fluttar yfir í Polaris.

Reiknað er með að kerfið verði formlega tekið í notkun í lok júní 2022.  

Vefstjóri

Hver rótarýklúbbur þarf að velja og skrá vefstjóra sem mun bera ábyrgð á félagakerfinu í sínum klúbbi og mun fá þjálfun í notkun þess. Ætlast er til þess að þetta verði nokkuð fast embætti, þ.e. að EKKKI verði skipt um á hverju ári.

Skráning á vefstjóra er gerð undir „Embættismenn“ í félagakerfinu. „Bæta við skyldu“ og skrá undir núverandi starfsár.
 
þriðjudagur þriðjudagur, 23. apríl 2019
Umdæmisþing í Kópavogi
74. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Kópavog 11.-12. október 2019. Það er Rótarýklúbburinn Borgir sem hefur veg og vanda af undirbúningi þess en þingið er opið öllum rótarýfélögum og mökum þeirra.
Föstudaginn 11. október hefst dagskrá kl. 16.30 og verður í menningahúsum í miðbæ Kópavog og lýkur með rótarýfundi.
Laugardaginn 12. október er þinghald í Menntaskólanum í Kópavogi en um kvöldið verður hátíðarsamkoma í Súlnasal Hótel Sögu.
 
mánudagur mánudagur, 10. september 2018
Umdæmisþing 12.-13. október

„Byggjum brýr, tengjum fólk“

Þingið er opið öllum rótarýfélögum og mökum þeirra
 
Mikilvægt er að auka kynni rótarýfélaga, efla tengsl klúbba og styrkja samheldni, velvild og vinarhug þeirra sem vinna að Rótarýhugsjóninni. 
Umdæmisþingið er kjörinn vettvangur í þessu skyni auk þess að vera hátíð Rótarýfélaga sem þingið sækja.

Rótarýklúbbur Selfoss býður til 73. umdæmisþings Rótarýs á Íslandi og verður þingið haldið á Hótel Selfossi.
Í undirbúningsnefnd þingsins eru eftirtaldir klúbbfélagar; Björgvin Eggertsson, Björn B. Jónsson, Sædís Íva Elíasdóttir og Þorvarður Hjaltason formaður, sími 898 9184, thing@rotary.is.  Með nefndinni starfar einnig nýr umdæmisstjóri Garðar Eiríksson.

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu og eru rótarýfélagar hvattir til þátttöku en skyldumæting er fyrir forseta og ritara klúbbanna.

 
 
 
laugardagur laugardagur, 14. júlí 2018
Gott rótarýgolfmót þrátt fyrir slæmt veður
Golfmót Rótarýmanna á Íslandi var að þessu sinni haldið á Urriðavelli í Garðabæ 28. júní, hjá Golfklúbbnum Oddi. Það var Rótarýklúbbur Reykjavíkur sem sá um að halda mótið.

Að sögn Hjálmars Jónssonar, sem annaðist undirbúning mótsins, var veður slæmt þegar mótið hófst – og fór versnandi allan mótsdaginn. Fæstir létu það á sig fá og luku öllum 18 holum vallarins. 
 
 
 
miðvikudagur miðvikudagur, 7. mars 2018
Fræðslumót á laugardag
Árlegt fræðslumót forseta, ritara og gjaldkera verður haldið á laugardaginn í Menntaskólanum í Kópavogi.
 
mánudagur mánudagur, 30. október 2017
Erlendir skiptinemar á vegum Rótarý
Sjö erlendir skiptinemar dveljast hér á landi þetta skólaár á vegum Rótarý hjá íslenskum fjölskyldum og stunda nám í framhaldsskólum. Hin alþjóðlegu nemendaskipti Rótarý eru mikilvæg og þjóna göfugum tilgangi í samræmi við stefnumál hreyfingarinnar um eflingu vináttu og friðar þjóða í milli.
 
 
 
 
 
 


föstudagur föstudagur, 29. apríl 2022
European Rotaract clubs organize to help Ukrainian refugees

Across Europe, Rotaract me...

 
fimmtudagur fimmtudagur, 28. apríl 2022
Rotary members honored as Champions of Girls’ Empowerment

Six Rotary members were honored in Mar...

 
miðvikudagur miðvikudagur, 27. apríl 2022
Staff Corner: John Hewko

Learn more about the general secre...

 
þriðjudagur þriðjudagur, 26. apríl 2022
Rotary Statement on the War against Ukraine

R...

 
mánudagur mánudagur, 25. apríl 2022
World Immunization Week: Vaccines keep communities healthy

Our progress in the f...

 
miðvikudagur miðvikudagur, 20. apríl 2022
Rotary’s network enables rapid humanitarian relief for Ukrainian refugees

Rot...

 
föstudagur föstudagur, 15. apríl 2022
Rotary clubs unite across continents to collect and deliver medical aid to Ukraine

Two cargo planes ...

 
þriðjudagur þriðjudagur, 5. apríl 2022
Rotary responds to the humanitarian crisis caused by the war in Ukraine

 Rotary responds to the humanitaria...

 
þriðjudagur þriðjudagur, 5. apríl 2022
White rhinos and Black Mambas

Can an all-female anti-poachin...

 
föstudagur föstudagur, 1. apríl 2022
Job training program brews confidence in youth with autism

At Café Voca, Nathan Kim an...

 
föstudagur föstudagur, 1. apríl 2022
Rotary projects around the globe - April 2022

Learn how Rotary clubs are t...

 
föstudagur föstudagur, 25. mars 2022
Strength in times of crisis in Ukraine

Past and current con...

 
þriðjudagur þriðjudagur, 22. mars 2022
The Connector

Rotary Internatio...

 
þriðjudagur þriðjudagur, 22. mars 2022
The future is inclusive

Interview with Todd “Bowtie” Jenkins –...

 
mánudagur mánudagur, 21. mars 2022
Parents Unite

Stories of how Rotarians are st...

 
fimmtudagur fimmtudagur, 17. mars 2022
Girls Empowered

In Uganda, members of Rotary ...

 
þriðjudagur þriðjudagur, 8. mars 2022
World Rotaract Week: Scale Models

Rotaractors are usheri...

 
fimmtudagur fimmtudagur, 3. mars 2022
The Rotary Foundation creates channel for direct humanitarian support in Ukraine region

In response to the humanitarian crisis...

 
miðvikudagur miðvikudagur, 2. mars 2022
Rotary projects around the globe March 2022

Rotary projects around the g...

 
þriðjudagur þriðjudagur, 22. febrúar 2022
How to Bounce Back Build resilience in yourself and others

Learn practical tips to strengthen...