Rótarýumdæmið á Íslandi
STOCKHOLMS VÄSTRA

Rótarýfélagar eru fulltrúar sinnar starfsgreinar, karla og konur sem hafa það sameiginlega markmið að láta gott af sér leiða undir kjörorðinu „Þjónusta framar eigin hag“.

  • Er það satt og rétt
  • Er það drengilegt?
  • Eykur það góðvild og vinarhug?
  • Er það öllum til góðs

Sjá nánar almenna síðu Rótarý á Íslandi á www.rotary.is

 


þriðjudagur þriðjudagur, 23. apríl 2019
Umdæmisþing í Kópavogi
74. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Kópavog 11.-12. október 2019. Það er Rótarýklúbburinn Borgir sem hefur veg og vanda af undirbúningi þess en þingið er opið öllum rótarýfélögum og mökum þeirra.
Föstudaginn 11. október hefst dagskrá kl. 16.30 og verður í menningahúsum í miðbæ Kópavog og lýkur með rótarýfundi.
Laugardaginn 12. október er þinghald í Menntaskólanum í Kópavogi en um kvöldið verður hátíðarsamkoma í Súlnasal Hótel Sögu.
 
mánudagur mánudagur, 10. september 2018
Umdæmisþing 12.-13. október

„Byggjum brýr, tengjum fólk“

Þingið er opið öllum rótarýfélögum og mökum þeirra
 
Mikilvægt er að auka kynni rótarýfélaga, efla tengsl klúbba og styrkja samheldni, velvild og vinarhug þeirra sem vinna að Rótarýhugsjóninni. 
Umdæmisþingið er kjörinn vettvangur í þessu skyni auk þess að vera hátíð Rótarýfélaga sem þingið sækja.

Rótarýklúbbur Selfoss býður til 73. umdæmisþings Rótarýs á Íslandi og verður þingið haldið á Hótel Selfossi.
Í undirbúningsnefnd þingsins eru eftirtaldir klúbbfélagar; Björgvin Eggertsson, Björn B. Jónsson, Sædís Íva Elíasdóttir og Þorvarður Hjaltason formaður, sími 898 9184, thing@rotary.is.  Með nefndinni starfar einnig nýr umdæmisstjóri Garðar Eiríksson.

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu og eru rótarýfélagar hvattir til þátttöku en skyldumæting er fyrir forseta og ritara klúbbanna.

 
 
 
laugardagur laugardagur, 14. júlí 2018
Gott rótarýgolfmót þrátt fyrir slæmt veður
Golfmót Rótarýmanna á Íslandi var að þessu sinni haldið á Urriðavelli í Garðabæ 28. júní, hjá Golfklúbbnum Oddi. Það var Rótarýklúbbur Reykjavíkur sem sá um að halda mótið.

Að sögn Hjálmars Jónssonar, sem annaðist undirbúning mótsins, var veður slæmt þegar mótið hófst – og fór versnandi allan mótsdaginn. Fæstir létu það á sig fá og luku öllum 18 holum vallarins. 
 
 
 
miðvikudagur miðvikudagur, 7. mars 2018
Fræðslumót á laugardag
Árlegt fræðslumót forseta, ritara og gjaldkera verður haldið á laugardaginn í Menntaskólanum í Kópavogi.
 
mánudagur mánudagur, 30. október 2017
Erlendir skiptinemar á vegum Rótarý
Sjö erlendir skiptinemar dveljast hér á landi þetta skólaár á vegum Rótarý hjá íslenskum fjölskyldum og stunda nám í framhaldsskólum. Hin alþjóðlegu nemendaskipti Rótarý eru mikilvæg og þjóna göfugum tilgangi í samræmi við stefnumál hreyfingarinnar um eflingu vináttu og friðar þjóða í milli.