Umdæmisstjóri: Anna Stefánsdóttir

Anna Stefánsdóttirumdæmisstjóri 2019-2020

 
umdstjori@rotary.is | sími 899 4384
 
Anna Stefánsdóttir gerðist félagi í Rótarýklúbbi Borgum Kópavogi árið 2004.
 
 
Á mínu ári sem umdæmisstjóri ætla ég að leggja áherslu á umhverfismál og að efla Rótarý á Íslandi. 
 
Rótarýhreyfingin,  sem er meðal  stærstu og áhrifamestu mannúðarsamtaka heims, einbeitir sér nú í auknum mæli að umhverfis- og loftslagsmálum. Hamfarahlýnum jarðar ógnar lífsviðurværi fólks í mörgum löndum og ef ekkert er gert munu loftslagsbreytingar ógna lífsviðurværi allra jarðarbúa innan fárra ára.  Verkefni hreyfingarinnar snúast meir og meir um að takast á við þær afleiðingar sem breytingar í umhverfi og loftslagi hafa á samfélög.  Drög að umhverfisstefnu Rótarý á Íslandi verður lögð fram á umdæmisþingi 12. október. Ég ætla í samvinnu við umhverfisnefnd umdæmisins leggja til verkefni sem tengjast umhverfismálum og ræða þau í heimsóknum mínum til klúbbanna á starfsárinu.  
 
Á undanförnum árum hafa alheimsforsetar Rótarý lagt áherslu á öflugt starf í klúbbunum. Mark D. Maloney alheimsforseti 2019-2020 talaði sérstaklega til klúbbforseta á hádegisverðarfundi sem hann hélt á heimsþinginu í Hamborg í júní á þessu ári. Hann sagði m.a.  „hlustið eftir hvar hjartað í klúbbnum slær, verið alltaf á tánum varðandi þjónustu sem samfélagið þarfnast, og verið ávallt meðvituð um hvað þarf til að efla starfið og þar með Rótarý“.  
 
Ég hef áhuga á að efla klúbbstarfið enn frekar m.a, með því að kynna nýjungar í öflun félaga og virku klúbbstarfi.  Þá hef ég áhuga á að stofna nýjan klúbb og jafnvel svokallaðan tengiklúbb eða „Sattelite“ klúbb. 
 

 

HVAÐ ER ROTARY?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

SAMNING

netfang skrifstofu

rotary@rotary.is


umdæmisstjóri

Anna Stefánsdóttir
anna.stefansdottir8@gmail.com
8994384