Rótarýumdæmið á Íslandi
STOCKHOLMS VÄSTRA
ArticleView

GREINAR

Umdæmisþing 12.-13. október

„Byggjum brýr, tengjum fólk“

Þingið er opið öllum rótarýfélögum og mökum þeirra
 
Mikilvægt er að auka kynni rótarýfélaga, efla tengsl klúbba og styrkja samheldni, velvild og vinarhug þeirra sem vinna að Rótarýhugsjóninni. 
Umdæmisþingið er kjörinn vettvangur í þessu skyni auk þess að vera hátíð Rótarýfélaga sem þingið sækja.

Rótarýklúbbur Selfoss býður til 73. umdæmisþings Rótarýs á Íslandi og verður þingið haldið á Hótel Selfossi.
Í undirbúningsnefnd þingsins eru eftirtaldir klúbbfélagar; Björgvin Eggertsson, Björn B. Jónsson, Sædís Íva Elíasdóttir og Þorvarður Hjaltason formaður, sími 898 9184, thing@rotary.is.  Með nefndinni starfar einnig nýr umdæmisstjóri Garðar Eiríksson.

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu og eru rótarýfélagar hvattir til þátttöku en skyldumæting er fyrir forseta og ritara klúbbanna.

 
 

Þinggjald 

Þinggjald:   kr. 7.000  (hádegisverður, kaffi o.fl.)
Rótarýfundur föstudag: kr. 5.000  (matur og borðvín)
Lokahóf laugardag: kr. 11.000  (fordrykkur, matur, borðvín o.fl.)
Makadagskrá laugardag:  kr. 3.500 (hádegisverður innifalinn)
 

Dagskrá

Föstudagur 12. október
17:45   Afhending þinggagna. 
 
18:30   Móttaka í boði Árborgar 
 
19:00   Setning Umdæmisþings 2018 – Garðar Eiríksson umdæmisstjóri
 
19:10–22:00   Rótarýfundur Rkl. Selfoss
 
Setning rótarýfundar og að henni lokinni léttur kvöldverður
Erindi; Óli Þ. Guðbjartsson fyrrv. dómsmálaráðherra
Ávarp fulltrúa Rotary International, Lena J. Mjerskaug, zone coordinator
Ávarp fulltrúa norrænu umdæmanna, Susanne Gram-Hanssen, København Gruntvig Rotary Club, Distr 1470
Tilnefndur umdæmisstjóri 2020 – 2021 kynntur
Tónlistarflutningur á milli atriða.
 
 
Laugardagur 13. október
 
9:15 – 12:00   Makadagskrá.
 
 
 

Umdæmisþing Rótarý

09:15   Vinnustofur ritara, gjaldkera og forseta í umsjón aðstoðarumdæmisstjóra
 
10:00   Morgunkaffi
 
10:30   Ráðstefnugestir boðnir velkomnir – Garðar Eiríksson umdæmisstjóri
 
10:35   Látinna félaga minnst
 
10:50   Ársskýrsla  og reikningar umdæmisstjóra Knútur Óskarsson umdæmisstjóri 2017 -2018.
 
11:15   Fjárhagsáætlun 2018 - 2019 – Garðar Eiríksson umdæmisstjóri
 
11:25   Umræður
 
11:50   Viðurkenning fyrir 5 ára stöðuga greiðslu í Rótarýsjóðinn /Garðar Eiríksson umdæmisstjóri
 
12:00   Ný heimasíða Rótarý formlega tekin í notkun
 
12:10   Hádegisverður
 
13:10   Tónlistaratriði – Vignir Þór Stefánsson og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir
 
13:20   Rótarýsjóðurinn byggir brýr – Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur
 
13:35   PIETA byggir brýr og tengir fólk – Sigríður Arnardóttir framkvstj. 
 
13:50   Erindi – Bergstein Jónsson framkvæmdastjóra UNICEF
 
14:05   Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga
 
14:20   Erindi –
 
14:45   Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga
 
15:00   Kaffihlé
 
15:20   Viðurkenning afhent  úr Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý
 
15:30   Kynningar frá þeim sem fengu viðurkenningu
 
15:50   Boðið til næsta umdæmisþings 2019 – Anna Stefánsdóttir, Rkl.Borgum-Kópavogi, verðandi umdæmisstjóri
 
16:00   Önnur mál
 
16:15   Þingslit – Garðar Eiríksson umdæmisstjóri
 
 
 
19:00  Hátíðarkvöldverður - Hótel Selfoss
 
 
 
 

Gisting 

Rótarýklúbbur Selfoss hefur samið við Hótel Selfoss um gistingu fyrir gesti á umdæmisþingi og hafa verði tekin frá 40 herbergi.  Ætlast er til að gestir bóki sjálfir gistinguna á  info@hotelselfoss.is. Fram þarf að koma hvort gist verður eina eða tvær nætur sem og  hvort um eins eða tveggja manna herbergi er að ræða.
 
Eins manns herbergi með morgunverði pr. nótt:  kr. 14.500.
Tveggja manna herbergi með morgunverði:  kr. 16.500.
Auka nótt í tveggja manna herbergi er kr.:  14.000 ( kr.7.000  á mann ) og og í eins manns herbergi kr. 9.000.