Föstudagur, september 29, 2023
HeimForsíða43 rótarýfélagar hlupu í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar PolioPlus

43 rótarýfélagar hlupu í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar PolioPlus

Rótarýfélagar og fleiri hafa styrkt og heitið á hlauparana - Enn hægt að styrkja verkefnið!

International Marathon Fellowship of Rotarians er áhugahópur rótarýfélaga um maraþonhlaup en hópurinn var stofnaður árið 2005 í tengslum við Parísarmaraþonið. Hópurinn skipuleggur árlega þátttöku í maraþoni með sameiginlegri skoðunarferð um það svæði þar sem maraþonið er haldið. Facebook síðu hópsins má sjá hér.

Á þessu ári kom hópurinn til Íslands, um 80 manna hópur, en 40 þeirra tóku þátt í hlaupinu, 17 í heilu maraþoni, 17 í hálfu maraþoni og 7 í 10 km hlaupi. Auk félaganna í IMFR tóku tveir íslenskir rótarýfélagar þátt, í 10 km og hálfu maraþoni en einn Íslendingur er félagi í samtökunum og keppti hann í heilu maraþoni.

Stór hluti hópsins fór hringferð um landið og var vel tekið af rótarýfélögum á Egilsstöðum og Akureyri. Er hópurinn hæstánægður með ferðina og viðtökurnar og segja félagarnir hvergi hafa fengið betri hvatningu en í Reykjavíkurmaraþoninu.

Rótarýfána mátti sjá víðs vegar á hlaupaleiðinni.

Safnað fyrir PolioPlus verkefnið

Hópurinn hefur safnað fé og leggur til PolioPlus verkefnisins í tilefni hlaupsins en Rótarý á Íslandi stóð einnig fyrir fjársöfnun þar sem hægt var að heita á hlaupara.

Hafa nú þegar 26 einstaklinga styrkt verkefnið með samtals 163 þúsund kr. fjárframlagi og er þá ekki meðtalið það sem félagar í IMFR leggja fram.

Hægt verður að styrkja verkefnið til 8. september með því að smella hér.

Þó markmiðið hafi verið að njóta og skemmta sér, þá voru flestir að keppa við sjálfan sig og vildu gera sitt besta í hlaupinu. Aðstæður voru frábærar, veðrið hefði ekki getað verið betra og stuðningur á hlaupaleiðinni mikill.

Hópurinn hittist í pastaveislu kvöldið fyrir hlaup og svo í fiskihlaðborði að kvöldi hlaupadags. Þar var hlaupinu var fagnað og erlendu gestirnir þökkuðu móttökurnar.

Lutz Bachmann, formaður IMFR, veitti verðlaun, sælgætispoka, þeim sem hraðastir voru af félögum IMFR en Ebba Theisges var hröðust í 10 km hlaupi, Javier Flores Lecumberri Rodriguez var hraðastur í hálfu maraþoni og Guðni Gíslason var hraðastur í heilu maraþoni.

Myndir frá deginum

Hér má sjá myndaalbúm frá deginum en meðal myndasmiða voru Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, Þór Fannar, Anna Stefánsdóttir og Guðni Gíslason.

Smellið á mynd til að fletta í gegnum stærri myndir og sjá myndatexta.

Úrslit:

Heilt maraþon:

Nr.NameSexB.yerCountryLengthTimeBib time
1Guðni GíslasonKarl1957Ísland42,2 km03:35:0103:34:42
2Dirk TheisgesKarl1965Germany42,2 km03:37:4303:36:51
3Carsten WeilnauKarl1973Germany42,2 km03:38:4403:37:04
4Ralf LudewigKarl1967Germany42,2 km03:59:2803:57:12
5Stefan Dr. SattlerKarl1965Germany42,2 km03:59:5403:58:14
6Ulrich Paul Martin MenkenKarl1955Germany42,2 km04:08:2304:06:46
7Kester Alan BainesKarl1950Austria42,2 km04:10:2904:08:43
8Jane LanfordKona1955United States42,2 km04:12:5004:11:06
9Georges ChasseuilKarl1950France42,2 km04:15:3204:13:48
10Helmut HollKarl1963Austria42,2 km04:35:5704:34:13
11Dieter PentekerKarl1972Germany42,2 km04:35:2304:34:14
12Hugues PfliegerKarl1952France42,2 km04:57:1904:52:35
13Deborah WilsonKona1960United Kingdom42,2 km05:03:3204:59:25
14Frank SonntagKarl1945Germany42,2 km05:06:4505:05:23
15Christian LüdersKarl1952Germany42,2 km05:22:2305:18:15
16Iain Wilsonkarl1957United Kingdom42,2 km05:29:1405:25:07
17Keith FaggKarl1956Australia42,2 km05:36:2805:34:23

Hálft maraþon:

Nr.NameSexB.yerCountryLengthTimeBib time
1Javier Flores Lecumberri RodriguezKarl1980Spain21,1 km01:29:3401:29:22
2Florian SchuchKarl1965Germany21,1 km01:55:2301:53:19
3Juraj KovalKarl1959Slovakia21,1 km01:56:0601:54:04
4Klaus HeinrichKarl1958Germany21,1 km02:04:4202:02:38
5Gerhard ZeisnerKarl1959Germany21,1 km02:05:3802:02:42
6Joachim BekedorfKarl1958Germany21,1 km02:08:3202:05:35
7Corinna BoesingKona1961Germany21,1 km02:07:4802:05:42
8Norbert ZahnKarl1959Germany21,1 km02:11:0302:09:03
9Susan Cargill BishopKona1956United States21,1 km02:12:5502:09:10
10Mara TheisgesKona1996Germany21,1 km02:13:5802:11:58
11Susanne HümmlerKona1966Germany21,1 km02:14:2102:12:05
12Gísli B. Ívarsson*Karl1968Garðabær-Hof21,1 km02:21:0302:18:55
13Hoegner WolfgangKarl1948Germany21,1 km02:27:1502:25:03
14Lutz BachmannKarl1959Norway21,1 km02:40:1902:36:13
15Wolfgang BenderKarl1948Germany21,1 km02:55:5002:52:53
16Annette HauserKona1968Germany21,1 km03:18:1303:14:06
17Jutta BachmannKona1961Germany21,1 km03:18:1303:14:07

* ekki félagi í IMFR

10 km hlaup:

Nr.NameSexB.yerCountryLengthTimeBib time
1Sigurbjörn Jón Gunnarsson*Karl1959Reykjavík-Breiðholt10 km01:00:0000:58:15
2Ebba TheisgesKona2000Germany10 km01:02:2901:00:34
3Sabine SchuchKona1963Germany10 km01:02:2801:00:34
4Kathi StevensKona1950United States10 km01:03:1201:01:18
5Patricia ChasseuiKona1958France10 km01:05:4901:03:51
6Dana MojzisovaKona1966Slovakia10 km01:08:4301:05:21
7Barbara SonntagKona1946Germany10 km01:33:0601:28:51
8Kerstin MillerKona1960United States10 km06:19:09

* ekki félagi í IMFR

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments