Forseti: Víðir Stefánsson

Guðbjartur EinarssonÉg hef haft það að venju á lífsleiðinni að setja mér stefnu og markmið sé þess kostur, hvort sem það er í starfi eða félagsmálum. Það þarf nokkra staðfestu til að vera í félagsskap sem Rótarý í svo langan tíma, óttinn að þetta verði vani án tilgangs er viðvarandi hugsun. Fyrstu árin hafði ég ekki hugmynd hvað Rótarý eiginlega var, það var enginn sem sagði mér neitt um það, kom á fundi borðaði minn mat, borgaði minn skatt, hlustaði á erindi og búið.
En með tímanum breyttist þetta, ég kynntist nýju fólki, eignaðist félaga, frábær erindi. Eftir hvert fékk ég skilning á hvað Rótarý stóð fyrir, og margt í þeim efnum hefur horft til betri vegar.
Ég hef lagt fram stefnuskrá forseta til stjórnar, og i henni er þættir um eflingu kynningar á Rótarýhreyfingunni, sumt til langs tíma, sem inniheldur m.a. eftirfarandi:

  1. Það fyrsta í þessari stefnuskrá er að koma fyrir Rótarý útsýnisskífu á Helgafell, og hefur Bæjarstjórn Hafnafjarðar þegar samþykkt ósk stjórnar um þessa framkvæmd. Samfélagsnefnd hefur tekið til starfa undir stjórn Tryggva Jónssonar og félaga sem munu stýra þessu verki. Hann mun gefa nánari upplýsingar á klúbbþingi í sept. Þúsundir ferðalanga ganga á Helgafell árlega, nafn klúbbsins mun greipast í huga þeirra til frambúðar.
  2. það er megin skylda klúbbsins að gera okkur sýnileg í samfélaginu. Ég hef ekki áhyggjur af fjármögnun verksins , það er bara vinna fyrir okkur félagana. Til upprifjunar má geta þess að Tryggvi mun feta í fótspor föður síns, Jóns Bergsonar látins félaga okkar, en hann var drifkrafturinn ásamt félögum sínum að Rótarý útsýnis skífunni okkar á Ásfjalli.
  3. Á síðasta fræðslumóti Rótarý kom fram bæklingur varðandi „heilsufarskönnun“ (Hver er persónuleg afstaða þín til innra starfs hjá þínum klúbbi). Nú verður „heilsukönnunin“ færð yfir í rafrænt form á næstunni , þannig að hann verður aðgengilegur öllum klúbbum á landinu og klúbbfélagar geta svarað spurningunum heima í stofu án nafns. Að mínu áliti er nauðsynlegt að gera slíka könnun, bæði til að fá hugmyndir frá félögum , og vita hvar veiku og sterku þættir í klúbbnum liggja, og stjórna samkvæmt því. Þar sem ég er vélfræðingur, er það fyrsta verk hjá vélfræðingnum er hann tekur við vélstjórn um borð í skipi, að fara yfir dagbókina til að sjá heilsufar vélarinnar.
  4. Skógræktin: Í Skógræktinni er mikið verk að vinna, sem verður undir stjórn Trausta Sveinbjörnssonar og félaga. Þar þarf að grisja, laga göngustíga og koma á föstum fjölskyldu degi í lundinum okkar. Í skógrækinni þurfa allir félagar að leggja hönd á plóg.
  5. Rótarý dagurinn: Rótarý dagurinn er að verða fastur liður í starfseminni. Forseti hefur lagt það fram sem umræðuefni að fá samtal við aðra klúbba hér í bæ t.d.  með samvinnu um Rótarý daginn.  Það má vera einnig verkefni okkar að hafa meiri samneyti við klúbbana hér í Firðinum, og hvað við gætum gert saman. Forseti Straums hefur haft samband um meiri samvinnu.
  6. Ferðanefnd hefur hafið störf undir stjórn Magnúsar Ægis Magnússonar og hans félaga. Með m.a. ferðar vestur á firði næsta sumar + ýmislegt annað.
  7. Skemmtinefnd undir forsæti Guðrúnar Randalin og hennar félaga hefur tekið til starfa og fastsett árshátíð þann 13. okt n.k.
 

 

 

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: hafnarfjordur@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Turninn Firði
Fjarðargötu 13-15
220 Hafnarfjörður

Fastur fundatími: Fimmtudaga 12:15

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Þorrablót
2020-01-23 18:00