Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirÁ sjöunda hundrað mættu á jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðákróks í upphafi aðventunnar

Á sjöunda hundrað mættu á jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðákróks í upphafi aðventunnar

„Við höfum aldrei fengið fleiri gesti á jólahlaðborðið, okkar helsta samfélagsverkefni rótarýfólks á Sauðárkróki“ sagði Róbert Óttarsson forseti Rótarýklúbbs Sauðárkróks þegar búið var að ganga frá eftir jólahlaðborðið sem fram fór í Íþróttahúsinu á Króknum laugardaginn 2. des s.l.  Áreiðanlegir talningarmenn klúbbsins segja vel á sjöunda hundraðið hafi komið og notið bæði matar og samverunnar.

Segja má að jólahlaðborð Rótarýklúbbsins marki upphaf aðventunnar í Skagafirði og hafi gert allt frá árinu 2013 þegar því var komið á laggirnar fyrir áeggjan núverandi umdæmisstjóra, Ómars Braga Stefánssonar. Þessi árlegi viðburður er lang viðamesta samfélagsverkefni klúbbsins og krefst aðkomu allra sem vettlingi geta valdið. 

Það hefur heldur ekki staðið á því hjá félögum og hefur hver sitt hlutverk, sjóða hangikjöt og hamborgarhryggi, gera uppstúf, hita kartöflur og sósu, skera rúgbrauð og koma síldinni fyrir, útbúa rækjurétt, taka til laufabrauðið, útvega jóladrykki, hella uppá kaffi svo fátt eitt sé nefnt. Allt hefst þetta þó með því að íþróttahúsinu er breytt í veislusal, dekkað er upp og borðin dúkuð. Það eru krakkar og foreldrar úr Tindastól sem hafa þetta hlutverk með höndum og var ótrúlegt að horfa á þetta gert á tæpum tveimur tímum á fimmtudagskvöldinu. 

Þessi mynd er frá jólahlaðborðinu í fyrra því vegna mikilla anna náðust félagar ekki á mynd í ár.

Kvennakórinn Sóldísir úr Skagafirði glöddu gesti með góðum söng. Þá má minnast á að dagskrárgerðarfólk frá Landanum á RÚV sá um að skrásetja þetta og verður innslagið sýnt í Landanum sunnudaginn 10.desember. 

 

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum