Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirAlþjóðafréttirAð brúa stafræna gjá hjá bágstöddum börnum

Að brúa stafræna gjá hjá bágstöddum börnum

Samstarfsverkefni tveggja klúbba þvert yfir landamæri

Rotary Grant verkefnið „Að brúa stafræna gjá hjá efnaminni/bágstöddum börnum“ hefur verið innleitt með góðum árangri af rótarýklúbbnum Rotary Reykjavík International og Rótarýklúbbnum Chennai Thiruvanmiyur á Indlandi í samstarfi við indversku barnahjálparsamtökin Pudiyador.

Meginmarkmið verkefnisins var að glíma við mikilvægan mun á menntun og færniþróun efnaminni barna/bágstaddra barna, einkum á tímum Covid-19 faraldursins.

Hluti kennarahópsins sem fékk þjálfun.

Í þessu framtaki fengu tuttugu og fimm kennarar frá Pudiyador þjálfun í því að nota stafræn tæki sem varð til þess að hver og einn nemandi fékk einstaklingsmiðaða kennslu í stað hópkennslu. Börnin fengu aðgang að snjalltækjum miðað við alduri þeirra til að tryggja aðgang þeirra að netkennslu og til að þau yrðu ekki eftirbátar jafnaldra sinna.

Verkefnið hafði umtalsverð áhrif á markhópana og gaf börnum í Irula ættbálknum og fjölskyldum farandverkamanna tækifæri á að halda áfram að mennta sig meðan á heimsfaraldrinum stóð.

Með stuðningnum frá rótarýklúbbunum tveimur og Pudiyador hafa börnin átt þess kost að takast á við og sigrast á áskorunum tapaðs námsárs og öðlast mikilsverða tæknikunnáttu til framtíðar.

Bala Kamallakharan frá Rótarýklúbbnum Reykjavík International ásamt fulltrúa rótarýklúbbsin í Thiruvanmiyur.

English:

The „Bridging the Digital Divide in Disadvantaged Children“ Rotary Grant project has been successfully implemented by the Rotary Reykjavik International Club and Rotary Club Thiruvanmiyur in partnership with the Pudiyador Organization. The main objective of this project was to address the critical gap in education and skill development for impoverished children, particularly during the COVID-19 pandemic.

Through this initiative, 25 teachers from Pudiyador were trained in using digital devices, enabling a shift from traditional one-to-many classroom teaching to personalized one-to-one instruction. Age-appropriate devices were provided to the disadvantaged children, ensuring they could access online education and not fall behind their peers.

The project has had a significant impact on the targeted communities, empowering children from the Irula tribe and migrant workers’ families to continue their education during the pandemic. With the support of the Rotary Clubs and Pudiyador, these children have been given the opportunity to overcome the challenges of the lost academic year and gain valuable technological skills for the future.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum