Laugardagur, apríl 20, 2024
HeimFréttirUmdæmisfréttirÁhugasamir verðandi embættismenn á fræðslumóti

Áhugasamir verðandi embættismenn á fræðslumóti

Um sjötíu Rótarýfélagar sitja fræðslumót í Borgarholtsskóla í dag, 16. mars en tilgangur mótsins er að fræða verðandi embættismenn um þeirra hlutverk í sínum Rótarýklúbbi. 

Jón Karl Ólafsson, verðandi umdæmisstjóri hefur kynnt stefumótun og starfsáætlun sína og hvetur sitt fólk til góðra verka. Hann hefur lagt áherslu á hve mikilvægt er að hafa gaman í Rótarý, efla samvinnu innan klúbbanna, halda vel utanum hvern klúbbfélaga, muna eftir E-klúbbnum sem gæti verið hentugt fyrir yngra fólk í dag. „Verum ekki föst í einni leið, það eru til allskonar klúbbar innan Rótarýhreyfingarinnar, það er líka verkefni að gera gömlu klúbbana lífvænlegri áfram,“ sagði Jón Karl m.a. 

Þess má geta að streymt er frá fræðslumótinu á Facebókarsíðu Rótarý. 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum