Rótarýklúbbur Akureyrar
STOCKHOLMS VÄSTRA

Fyrsta fundargerð Rótarýklúbbs Akureyrar er frá árinu 1938, en 4. september það haust var haldinn formlegur stofnfundur klúbbsins. Stofnbréf Rótarýklúbbs Akureyrar sem fullgilds klúbbs innan Rotary International var gefið út 20. desember 1941.miðvikudagur miðvikudagur, 1. apríl 2020
Zoom fundur

Fundað var aftur hjá Rótarýklúbbi Akureyrar í gær 1. apríl, eftir um það bil mánaðarhlé vegna CoVid 19. Notast var við Zoom fjarfundabúnað. Félagar voru orðnir langþráðir í að sjá hvorn annan og allir glaðir með að geta "hist" með þessu móti. Þema fundarins var jákvæð erindi og allir 17 félagar sem voru á fundi komu með eitthvað innlegg. Í staðinn fyrir að klappa fyrir erindum, var veifað og brosað til þess sem lauk sínu erindi. Í lokin var að sjálfsögðu farið með fjórprófið, eins og heyra má á meðfylgjandi myndbroti. Hljóðið í Zoominu var ekki alveg að passa saman, en þetta var góður lokapunktur á fundinum og allir brosandi. Nú er páskafrí framundan svo að það verður fundahlé aftur næstu 2 vikurnar, en svo er búið að plana annan Zoom fund þann 22. apríl.
 
miðvikudagur miðvikudagur, 11. mars 2020
Fundahlé hjá Rótarýklúbbi Akureyrar
Fundahlé hefur verið ákveðið hjá Rótarýklúbbi Akureyrar um óákveðinn tíma vegna SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur CoVid-19 sjúkdómnum. Vegni ykkur öllum vel og gætið vel að ykkur. Við látum vita þegar fundir hefjast að nýju.

 
miðvikudagur miðvikudagur, 4. desember 2019
Stjórn starfsársins 2020-2021

Þann 4. desember var kosin ný stjórn hjá Rótarýklúbbi Akureyrar fyrir starfsárið 2020-2021. Kristbjörg Góa Sigurðardóttir hafði í fyrra verið kosin forseti, en nú voru kosnar með henni í stjórn þær Jóhanna Ásmundsdóttir sem ritari og Arna Georgsdóttir sem gjaldkeri. Einnig var Geirlaug G. Björnsdóttir kosin forseti fyrir starfsárið 2021-2020. Inga Þöll Þórgnýsdóttir er núverandi forseti klúbbsins og verður því einnig í stjórn klúbbsins á næsta starfsári. Stjórn á eftir að velja sér stallara. Árið 2020 verður annasamt hjá klúbbnum þar sem klúbburinn stendur fyrir umdæmisþingi næsta haust, nánar tiltekið þann 9.-10. október.
 
miðvikudagur miðvikudagur, 20. nóvember 2019
Pauline Dano skiptinemi hjá klúbbnum sagði okkur frá sér og sýnum heimaslóðum í FrakklandiFranski skiptineminn okkar, Pauline Dano, kom á fundinn og sagði okkur frá upplifun sinni af landi og þjóð undir yfirskriftinni “From Mayenne to Akureyri, an exchange year with the Rotary. Hún færði klúbbnum fána klúbbsins frá heimabæ sínum í Frakklandi og einnig var henni gefinn fáni okkar klúbbs. Kristbjörg Góa Sigurðardóttir verðandi forseti tók við fánanum í forfollum Ingu Þallar Þórgnýsdóttur núverandi forseta.
 
miðvikudagur miðvikudagur, 23. október 2019
Nýr félagi í Rótarýklúbbi Akureyrar
Nýr félagi, Federica Scarpa var tekin inn í klúbbinn þann 23. október 2019.  Federica Scarpa er ítölsk, frá Feneyjum. Hún hefur búið og starfað á Íslandi  að Norðurslóðamálum frá árinu 2013 . Hún talar góða ensku og er að verða betri og betri í Íslenskunni.

 

 
þriðjudagur þriðjudagur, 27. ágúst 2019
Grill í Botni og heimsókn Rótarýhlaupara
 
miðvikudagur miðvikudagur, 8. maí 2019
Félagar í Rótarýklúbbunum á Norður- og Austurlandi hittust á Egilsstöðum helgina 26. og 27. apríl
Félagar í Rótarýklúbbunum á Norður- og Austurlandi
hittust á Egilsstöðum helgina 26. og 27. apríl

 
föstudagur föstudagur, 21. desember 2018
Jólakveðja