NYHETSARTIKLAR

Félagar í Rótarýklúbbunum á Norður- og Austurlandi hittust á Egilsstöðum helgina 26. og 27. apríl

2019-05-08 - 2022-05-12

Félagar í Rótarýklúbbunum á Norður- og Austurlandi
hittust á Egilsstöðum helgina 26. og 27. apríl

Félagar í Rótarýklúbbunum á Norður- og Austurlandi hittust á Egilsstöðum helgina 26. og 27. apríl og tókst mjög vel til og er stefnt að því að hittast árlega á mismunandi stöðum á svæðinu.

Það eru 7 klúbbar starfandi á svæðinu og fulltrúar 5 þeirra mættu. Klúbbarnir eru: Rótarýklúbbur Sauðárkróks, Rótarýklúbur Ólafsfjarðar, Rótarýklúbbur Eyjafjarðar, Rótarýklúbbur Akureyrar, Rótarýklúbbur Húsavíkur, Rótarýklúbur Héraðsbúa og Rótarýklúbbur Neskaupstaðar.

Rótarýklúbbur Héraðsbúa tók mjög vel á móti hópnum en samtals voru þetta um 70  manns, rótarýfélagar og makar.

Farið var í skipulagða ferð með rútu upp með Lagarfljóti og upp í Fljótsdalsvirkun undir leiðsögn rótarýfélagans Sveins Jónssonar.  Uppi í virkjun leiðsagði Þórhallur Pálsson stöðvarstjóri virkunarinnar og Sindri Óskarsson var með kynningu. Mjög áhugavert og skemmtlegt.

Fundur var settur í Rótarýklúbbi Héraðsbúa kl. 19 á Hótel Héraði. Í framhaldi var skemmtun og  hátíðarkvöldverður sem forseti Rótarýklúbbs Héraðsbúa Jónas Þór stýrði, þá var stiginn dans með undirleik rótarýfélaga fram eftir kvöldi en það voru þeir Jónas Þór á harmonikku og Jón Arngímsson á gítar.

Á meðal gesta voru þrír verðandi umdæmisstjórar en aldrei hafa þrjár konur í röð gengt embætti umdæmisstjóra. Anna verður fjórða konan til að gegna embættinu.

facebook share button twitter share button linkedin share button

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: akureyri@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Kea Hotel
Hafnarstræti 87-89
600 Akureyri

Fastur fundatími: Miðvikudaga 18:15

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Fundir á næstunni