Rótarýsjóðurinn, Rotary Foundation, sem rekinn er af alþjóða Rótarýhreyfingunni, veitir árlega allt að 50 styrki til tveggja ára meistaranáms við einn af fimm háskólum sem í boði eru. Námið er ætlað leiðtogum og leiðtogaefnum á sviði friðar- og þróunar.
Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna, sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum.
Í þessu skyni hefur Rótarýsjóðurinn komið á samvinnu við fimm virta háskóla:
- Duke University and University of North Carolina, Bandaríkjunum (nánar)
- International Christian University, Tokyo, Japan (nánar)
- University of Bradford, West Yorkshire, Englandi (nánar)
- University of Queensland, Brisbane, Ástralíu (nánar)
- Uppsala University, Uppsala, Svíþjóð (nánar)
„Styrkurinn veitti mér ógleymanlegt tækifæri til að vera í góðu námi með fjölbreyttum hópi fólks sem myndaði gott tengslanet. Styrkurinn var veglegur og að auki bættist við gestrisni Rótarýfélaga sem ég og maðurinn minn áttum ekki orð yfir,“ segir Fanney Karlsdóttir sem var við nám við Brisben.
Styrkir sem standa undir tveggja ára námskostnaði
Styrkirnir, sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir. Umsækjendur skulu að loknu háskólaprófi hafa aflað sér umtalsverðrar reynslu af störfum við mannúðarmál innan lands eða utan (3ja ára).
Nánari upplýsingar um námið, háskólana, umsóknarskilmála er að finna hér.
Fyrirspurnir má senda til rotarypeacecenters@rotary.org
Umsókn
Umsækjendur eru beðnir kynna sér ítarlega reglur sjóðsins og fylla út umsóknareyðublað á netinu fyrir 15. maí 2024.
Íslenskir styrkþegar:
- 2002 Helga Bára Bragadóttir, mannfræðingur. Var við nám í Bradford
- 2003 Helga Þórólfsdóttir, félagsráðgjafi. Var við nám í Bradford
- 2004 Rún Ingvarsdóttir, mannfræðingur. Við nám í Berkeley
- 2005 Ólöf Magnúsdóttir, hagfræðingur. Var við nám í Queensland.
- 2006 Pálin Dögg Helgadóttir, mannfræðingur. Var við nám í Bradford.
- 2008 Fanney Karlsdóttir. Var við nám í Brisbane
- 2009 Pálína Björk Matthíasdóttir. Var við nám í Duke í N-Karólínu
- 2010 Erla Sigurlaug Sigurðardóttir. Var við nám í Queensland.
- 2011 Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir. Var við nám í Queensland
- 2013 Jórunn Edda Helgadóttir. Var við nám í Uppsölum