Mánudagur, 4. nóvember 2024
HeimFréttirAlþjóðafréttirAlþjóðlegt Rótarýmót hér á landi í haust; undirbúningur stendur yfir

Alþjóðlegt Rótarýmót hér á landi í haust; undirbúningur stendur yfir

„Þetta verður mjög stór viðburður og undirbúningur er þegar hafinn,“ segir Soffía Gísladóttir, fyrrv. umdæmisstjóri, sem annast framkvæmdastjórn vegna Rótarýmóts fyrir umdæmi á svæðum 17,18,19 og 20a í Norður-Evrópu. Það verður haldið hér á landi um miðjan september í ár með þátttöku forystufólks í rótarýklúbbum viðkomandi umdæma, leiðtoga alþjóðahreyfingar Rótarý og rótarýfélaga víðsvegar að úr heiminum.  Gert er ráð fyrir að um 500 manns komi til þingsins, fulltúar og makar.

Mótið hefur ekki fengið formlegt íslenskt heiti, en á ensku, sem verður tungumál ráðstefnunnar, heitir það Iceland 2022 Action Summit, sem kemur í staðinn fyrir hið hefðbundna heiti Institute. Mótið hefst með Iceland 2022 Leadership Development Summit sem hefur hingað til heitið GETS og GNTS. Það eru leiðtogar á svæðunum fjórum sem fá þjálfun þar. Síðan tekur við Action Summit sem opið er rótarýfélögum um allan heim.

Átta íslenskir klúbbar eru að hefja undirbúning að sjö verkefnum, sem endurspegla þær sjö megináherslur sem Rotary International hefur að leiðarljósi í störfum sínum. Verkefnin verða á dagskrá laugardaginn 17. september.

Rkl. Reykjavík Breiðholt undirbýr verkefni um friðarmálin, Rkl. Akraness annast verkefni um  aðstoð við mæður og börn, Rkl. Borgir Kópavogi um stuðning til menntunar, Rkl. Keflavíkur um öflun drykkjarvatns á þróunarsvæðum, Rkl. Reykjavíkur um baráttuna gegn sjúkdómum, Rkl. Görðum um eflingu efnahags nærsamfélaganna og Rkl. Selfoss í samvinnu við Rkl. Rangæinga sér um verkefni er lýtur að verndun umhverfisins.  

Gert er ráð fyrir að sérstök vefsíða um mótið verði opnuð fljótlega.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum