Föstudagur, 6. desember 2024
HeimFréttirÁnægjuleg vorverk á dagskrá hjá Rkl. Akureyrar

Ánægjuleg vorverk á dagskrá hjá Rkl. Akureyrar

Rótarýklúbbur Akureyrar færði Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis styrk upp á 200.000 krónur á fundi 5. maí sl. Bjarni Pálsson, stallari klúbbsins, ritar: „Það var Sigríður Magnea Jóhannsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar og Jólaaðstoðar, sem tók við styrknum úr höndum forseta okkar Kristbjargar Góu. Eftir afhendinguna sagði Sigríður okkur frá þeim mörgu góðu verkefnum sem Mæðrastyrksnefnd og Jólaaðstoðin eru að gera. Þeirra starf væri ekki til ef ekki kæmu til frjáls framlög til þeirra svo það var ánægjulegt að klúbburinn gat styrkt þau vitandi að það kæmi í góðar þarfir.“

Að afloknum fundi klúbbsins hinn 13. maí sl. skrifaði Bjarni eftirfarandi: „Veðrið lék við klúbbmeðlimi og gesti á fundi kvöldsins sem var vinnufundur í Botnsreit, sá fyrsti á þessu vori. Hópurinn skipti milli sín verkum þannig að einhverjir snyrtu til kringum bílaplanið, stungu upp grastoppa og fleira, aðrir óku viðarkurli í göngustíga og enn aðrir klipptu og söguðu niður tré sem voru farin að vaxa yfir göngustíga. Að lokinni vinnu var gætt sér á veitingum sem voru í boði klúbbsins. Þeir sem ekki komust á fundinn þurfa ekki að örvænta að hafa misst af allri gleðinni, því það er nóg eftir af verkefnum fyrir næstu fundi svo við getum verið enn stoltari af þessum frábæra sælureit.“

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum