Þriðjudagur, desember 5, 2023
HeimForsíðaAnna Stefánsdóttir er nýr umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi

Anna Stefánsdóttir er nýr umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi

Tryggt umhverfi – traust samfélag er þemað sem ég hef ákveðið fyrir næsta starfsár,

Formleg umdæmisstjóraskipti fóru fram við hátíðlega athöfn 11. júní sl. á Hótel Sögu en nýr umdæmisstjóri tekur við störfum 1. júlí ár hvert.

Um leið var þetta stjórnarskiptafundur Rótarýklúbbsins Borga í Kópavogi en nýr Anna Stefánsdóttir, nýr umdæmisstjóri, kemur úr þeim klúbbi.

Garðar Eiríksson fráfarandi umdæmisstjóri setur umdæmisstjórakeðjuna á Önnu Stefánsdóttir. – Ljósm.: Guðni Gíslason.

Tryggt umhverfi – traust samfélag

„Tryggt umhverfi – traust samfélag er þemað sem ég hef ákveðið fyrir næsta starfsár,“ sagði Anna í ávarpi sínu á fundinum.  „Við ætlum að setja umhverfið í öndvegi. Hreyfing eins og okkar sem beitir sér fyrir mikilvægum mannúðarverkefnum og bættum heimi verður að láta umhverfismálin til sín taka eigi hún að vera trúverðug á 21 öldinni.“  Sagði hún að við gætum ekki skellt skollaeyrum við þeim staðreyndum að hlýnun jarðar ógni lífsviðurværi fólks í mörgum löndum.

„Páll Bergþórsson fyrrum Veðurstofustjóri sagðist  í viðtali í Fréttablaðinu 8. júní s.l. vera viss um að hægt verði að leysa loftslagsvandann ef mannkynið sameinast um það verkefni.

Getum við Rótarý félagar á Íslandi tekið undir sjónarmið þessa aldna leiðtoga og  sameinast í að láta verkin tala í umhverfismálum á næstu árum?  Getum við sett okkur stefnu í umhverfismálum,  gert hana opinbera,  sameinast um að vinna henni fylgi í okkar samfélagi og þannig gert Rótarý að afli í umhverfismálum og látið rödd Rótarý heyrast.  Ég segi já.“

Á vegum Rótarý á Íslandi  starfar umhverfisnefnd og  undanfarin tvö ár hefur umdæmisstjóri hvatt klúbba til að planta trjám til kolefnisbindingar.  Nokkrir klúbbar hafa reyndar ræktað trjálundi í mörg ár og er það vel, en betur má ef duga skal að mati Önnu.

Anna ásamt þremur af fjórum, Guðbrandi SIgurðssyni, Björgvini Erni Eggertssyni og Guðlaugu Birnu Guðjónsdóttur. – Ljósm.: Marteinn Sigurjónsson.

Hefur Anna í samvinnu við nefndina ritað öllum klúbbforsetum bréf og óskað eftir upplýsingum um verkefni sem tengjast umhverfismálum og hugmyndum þeirra um innhald umhverfisstefnu fyrir Rótarý á Íslandi. Stefnt er að því að leggja fram drög að umhverfisstefnu fyrir umdæmisþingið í október.  Ætlar umdæmisstjóri  í samvinnu við umhverfisnefnd  að leggja til verkefni sem tengjast umhverfismálum og mun ræða það í heimsóknum sínum til klúbbanna síðar á þessu ári.

„Virkni félaga og öflugt innra starf í klúbbnum er forsenda klúbbstarfsins“, sagði Anna.  „Leggja þarf rækt við tengsl félaganna, halda vel utan um nýja félaga  og styrkja samfélagið í klúbbnum.  Ekki er síður mikilvægt að klúbbstarfið sé skemmtilegt og að dagskrá klúbbsins sé áhugaverð og endurspegli áherslur í starfi klúbbsins markmið umdæmisins, ásamt áherslum í samfélaginu.“

Sagði hún að  innan klúbbanna væru einstaklingar sem séu virkir í sínu samfélagi, leiðtogar í sínum starfsgreinum með umfangsmikla þekkingu á athöfnum samfélagsins. „Fjölbreytileiki er klúbbunum nauðsynlegur eigi þeir að þrífast, höfða til fólks úr mismundandi hópum þjóðfélagsins og endurspegla samfélagið sem klúbbarnir starfa í,“ sagði nýr umdæmisstjóri.

Klúbbarnir grunneining Rótarý

Anna sagði að á undanförnum árum hafi alheimsforsetar Rótarý lagt áherslu á öflugt starf í klúbbunum.  sagði hún að nýr alheimsforseti Mark Maloney hafi talað sérstaklega til klúbbforseta á hádegisverðarfundi sem hann hélt á nýliðnu heimsþingi Rótarý í Hamborg. Hann sagði m.a.  „hlustið eftir hvar hjartað í klúbbnum slær, verið alltaf á tánum varðandi þjónustu sem samfélagið þarfnast, og verið ávallt meðvituð um hvað þarf til að efla starfið og þar með Rótarý“.

Anna sagðist taka við embætti umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi af auðmýkt og með tilhlökkun í huga.

Anna með dóttur sinni Halldóru og tengdasyni. – Ljósm.: Marteinn Sigurjónsson.

Anna gekk til liðs við Rótarý árið 2004 er hún var tekin inn í Rótarýklúbbinn Borgir. Sagðist hún hafa haft mikla ánægju af því að starfa með félögum sínum og vinum í klúbbnum sem gott sé að hitta á vikulegum fundum og öðrum viðburðum.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum