Föstudagur, september 29, 2023
HeimFréttirUmdæmisfréttirÁsdís Helga heiðursgestur á umdæmisþingi í Noregi

Ásdís Helga heiðursgestur á umdæmisþingi í Noregi

Umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi var boðið á umdæmisþing D 2290 í Langesund við Skagerak í Noregi, 3. til 5 september sl. Hefð er fyrir því að bjóða einum fulltrúa Norðurlandanna á þing og að viðkomandi umdæmi endurgjaldi boðið. Þannig mun Sissel Berit Hoell, umdæmisstjóri umdæmis D 2290, koma til þings á Hallormsstað í október. Um 150 manns sóttu þingið í Langesund. Yfirskrift þess var «VÅRE BARN – VÅRT GRUNNFJELL» í lauslegri þýðingu „Börn okkar eru framtíðin“.
Ásdís Helga Bjarnadóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, flutti þar ræðu á norsku og hlaut lof fyrir. Auk þess flutti hún í lok þings stutt ávarp í þakklætisskyni og færði umdæmisstjóra D 2290 og maka hennar fána íslenska umdæmisins auk lítillar gjafar sem innihélt íslenska tónlist og ljósmyndabók frá Íslandi.
Góð erindi voru flutt um það stuðningsnet sem er í boði gagnvart börnum, bæði í Noregi sem og í tengslum við þróunarhjálp. Sá kærleikur, sú fræðsla og það öryggi sem veitt er börnum og ungmennum skiptir öllu hvað varðar framtíðarmöguleika þeirra og styrk á síðari árum. Einnig voru áhugaverð erindi flutt um jarðvangssvæði (Geopark) og áherslur UNESCO og vísindarannsóknir í tengslum við framtíðar fiskveiðistjórnun í tengslum við sjálfbærni og loftslagsbreytingar. 
Í móttökurými fundaraðstöðu kynntu klúbbar fjölbreytt þjónustuverkefni á þeirra vegum, s.s. gerð fræðslustíga, leiðtogaþjálfun einstaklinga og/eða bekkjadeilda, námsaðstoð, stuðning við innflytjendur, tónleikahald til styrktar ákveðnum málefnum og/eða matarboð, sorptínslu, smíði á setbekkjum auk samstarfsverkefna með erlendum rótarýklúbbum.  
RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments