Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirÁskorun um aukna virkni í umhverfismálum

Áskorun um aukna virkni í umhverfismálum

Umhverfisnefnd Rótarý á Íslandi hefur sent öllum rótarýklúbbunum áskorun um aukna virkni í umhverfismálum á starfsárinu. Það var gert með útsendu bréfi sem er svohljóðandi:

Ágætir Rótarýfélagar.

Undanfarin ár hefur aukin áhersla verið lögð á umhverfismál hér á landi.  Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök þurfa að taka höndum saman til að raunhæfur árangur eigi að nást í þessum efnum. Umhverfisnefnd Rótarý hvetur því alla Rótarýklúbba til að vera virkir í umhverfismálum á starfsárinu. Hér eru settar fram tillögur (hugmyndir) að verkefnum sem klúbbar geta tekið þátt í:

  • Landgræðsla
  • Skógrækt
  • Önnur landvernd
  • Minnka matarsóun
  • Minni mengun frá umferð (samgöngumáti/farartæki)
  • Stuðningur við önnur félagasamtök um umhverfistengd verkefni (Yrkja, leikskólar o.s.frv.) eftir því sem kostur er
  • Að hvetja til matjurtaræktar
  • Hvetja til aukinnar útivistar
  • Vera virkir og sýnilegir í samfélagslegri umræðu um umhverfismál

Klúbbar sem nú þegar eru með skilgreind umhverfisverkefni gætu hugsanlega bætt við sig verkefnum, t.d. frætínslu í haust. 

Umhverfisnefnd Rótarý hvetur Rótarýklúbba sömuleiðis til að skipuleggja fyrirlestra um umhverfismál í vetur og eru allir hvattir til að leita í sinni heimabyggð að kunnáttufólki sem gæti verið með erindi í klúbbunum um umhverfismál. 

Eftirtaldir aðilar hafa gefið vilyrði um að halda fyrirlestra um ólík umhverfismálefni á fundum klúbba í vetur.

SV land:

Árni Bragason, landgræðslustjóri.  Efni: Að græða landið og loftslagsvá. arni.bragason@land.is

Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Efni: Marjurtaræktun sem umhverfismál. gurry@lbhi.is

Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktar. Efni; Fjölbreytni.    Adalsteinn@skogur.is

Fanney Karlsdóttir, verkefnastjóri Norræna hússins. Efni: Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, markmið 12 – ábyrgð, neysla og framleiðsla.                      karlsdottir@gmail.com

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Efni: Loftslagsvá  í íslensku samhengi. vedurvitinn@gmail.com

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumaður. Efni erindis: Matarsóun.                          dora@culina.is  s.892 5320

Austurland:

Guðrún Schmidt, landgræðslufulltrúi. Efni; Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbærni.                                                                                                 gudrun@land.is

Norðurland:

Pétur Halldórsson, kynningarstjóri, Skógræktin. Efni: Skógrækt á Íslandi.          petur@skogur.is

       

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum