Ásmundur Einar Daðason, ráðherra, ávarpaði umdæmisþingið

0
177

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flutti afar áhugavert ávarp á umdæmisþingi Rótarý á Hallormsstað. Lagði hann út af einkunnarorðum þingsins: „Þar sem hjartað slær er hamingjan nær“. Ráðherrann gat þess, að hann hefði verið nemandi Ásdísar Helgu Bjarnadóttur, umdæmisstjóra Rótarý, er hann stundaði nám á Hvanneyri og þurfti að taka ákvarðanir, sem höfðu mótandi áhrif á alla vegferð hans.

Ávarp ráðherrans markaði upphaf að mjög fróðlegri fyrirlestraröð á þinginu, þar sem m.a. var fjallað um velferð barna og ungmenna, lýðheilsu og menningar- og félagsmál á Austurlandi. 

Smellið á spilarann til að hlýða á ávarp Ásmundar Einars.