Miðvikudagur, 16. október 2024
HeimFréttirAukin áhersla lögð á þjálfun leiðtoga í Rótarý

Aukin áhersla lögð á þjálfun leiðtoga í Rótarý

Rannveig Björnsdóttir á Zoom-fundinum.

Leiðtogaþjálfun innan Rótarý var á dagskrá aðalfundar umdæmisins sem fram fór á Zoom sl. laugardag. Rannveig Björnsdóttir, Rkl. Akureyrar, umdæmisleiðbeinandi, var
frummælandi. Hún fer fyrir fræðslunefnd umdæmisins en í heinni eiga sæti auk Rannveigar þau Torfi Jóhannsson, Rkl. Þinghóli Kópavogi, Lára Stefánsdóttir, Rkl. Ólafsfjarðar, Valgerður Gunnarsdóttir, Rkl. Húsavíkur, Tryggvi Pálsson, Rkl. Reykjavík Austurbær og Randal Fleckenstein, Rkl. Reykjavík International.

Í kynningu sinni á fjarfundinum frá Akureyri gerði Rannveig grein fyrir skipulagi leiðtogafræðslu innan Rótarýhreyfingarinnar. Haldin eru sérstök námskeið á vegum Rotary Leadership Institute þar sem þátttakendur frá umdæmum koma saman og fá leiðsögn kennara. Hefur samvinna tekist milli íslenska rótarýumdæmisins og umdæmis í Danmörku um slíkt þjálfununarstarf.

Fyrir hvern og einn rótarýfélaga er einnig mikinn fróðleik að finna rafrænt á aðalvefsíðum Rotary International, rotary.org. Allir rótarýfélagar hafa þar aðgang að síðunum My Rotary  þaðan sem hægt er að rekja slóðina inn í Learning and Reference og áfram í Learning Center. Þar má velja á milli ýmissa flokka fræðsluefnis sem veitir mjög gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem hafa á hendi leiðtogastörf í stjórnum rótarýklúbba eða stefna að slíku.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum