Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirBerglind Sveinsdóttir hlaut viðurkenningu Rkl. Héraðsbúa

Berglind Sveinsdóttir hlaut viðurkenningu Rkl. Héraðsbúa

Við afhendingu viðurkenningarinnar sagði Sveinn Jónsson, forseti klúbbsins:

„Rótarýklúbbur Héraðsbúa hefur nú starfað í 57 ár og um 25 ára skeið starfrækt Þjóðhátíðarsjóð. Árlega frá árinu 2000 hefur kúbburinn veitt einstaklingi, pari eða félagsskap viðurkenningu og fjárstyrk á þjóðhátíðardaginn fyrir mikilsvert framlag til samfélags okkar, framúrskarandi afrek, þjónustu eða frumkvæði í einhverri mynd. Rótarýklúbbar um heim allan hafa það að markmiði að leggja sitt af mörkum til   nærsamfélagsins. Þessi viðurkenning er liður í því.

Í ár er það Rótarýklúbbi Héraðsbúa sérstakur heiður að fá að veita viðurkenningu Þjóðhátíðarsjóðs til Berglindar Sveinsdótturformanns deildar Rauða krossins í Múlasýslu. Það er fyrir framúrskarandi frammistöðu og fórnfýsi sem Berglind hefur sýnt á umliðnum árum. Tekur það nú öðru fremur í þessu tilviki til auðsýnds stuðnings og hjálpar við íbúa á Seyðisfirði, þegar aurskriður tóku þar að falla í svartasta skammdeginu 13. desember 2020. Þá þurfti Rauði krossinn í skyndingu að stofna fjöldahjálparstöð í Herðubreið á Seyðisfirði.

Það keyrði svo um þverbak þann 18. desember þegar íbúar Seyðisfjarðar þurftu í skyndingu að flýja byggðarlag sitt til Héraðs þar sem opnuð var fyrirvaralítið önnur fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum á Egilsstöðum.

Berglind stóð í brúnni sem formaður á þessum fordæmalausu tímum.  Í á annan mánuð, nótt sem nýtan dag, veitti hún sálræna áfallahjálp ásamt félögum sínum og starfrækti tvö mötuneyti á sitthvorum staðnum fyrir íbúa og björgunarliða. Sakir covid-faraldursins komust starfsmenn frá skrifstofu Rauða krossins í Reykjavík ekki austur til aðstoðar eða afleysinga.

Berglind á einnig skilið þakkir fyrir starf sitt að dægradvöl og félagslegri virkni íbúa á hjúkrunarheimilinu Dyngju og þar áður um áraraðir í starfi sínu sem sjúkraliði hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Berglind hefur einnig um árabil tekið virkan þátt í sjórn og starfi Hollvinasamtaka heilbrigðisþjónustu á Héraði.

Fyrir þetta ber að þakka!“

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum