Föstudagur, 6. desember 2024
HeimFréttirBjarni Kr. Grímsson, Rkl. Grafarvogs, tilnefndur umdæmisstjóri 2022-2023

Bjarni Kr. Grímsson, Rkl. Grafarvogs, tilnefndur umdæmisstjóri 2022-2023

Valnefnd um umdæmisstjóra hefur lokið störfum og tilnefnt umdæmisstjóra ársins 2022 – 2023. Valið stóð milli margra hæfra Rótarýfélaga og var valnefnd því vandi á höndum.  Ég þakka þeim einstaklingum fyrir að gefa kost á sér í starfið og vona að þeir muni allir skipa forystusveit Rótarý á Íslandi á komandi árum.

Að vandlega íhuguðu máli ákvað valnefnd samhljóða að leggja til við umdæmisstjóra að Bjarni Kr. Grímsson, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, verði kjörinn umdæmisstjóri fyrir starfsárið 2022-2023.  Bjarni er félagi í Rkl. Reykjavík – Grafarvogur. Eiginkona hans er Brynja V. Eggertsdóttir.

Bjarni er stofnfélagi í Rkl. Reykjavík – Grafarvogur og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Hann var áður félagi í Rkl. Ólafsfjarðar. Bjarni hefur einnig gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum m.a fyrir Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna og verið ötull í félagsmálum.

                                                                                                  Með rótarýkveðju,     Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri 2019-2020.

 

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum