Laugardagur, apríl 20, 2024
HeimFréttirBoðið til næsta umdæmisþings

Boðið til næsta umdæmisþings

Næsta umdæmisþing Rótarý verður haldið í Kópavogi dagana 11.-12. október 2019. Það er Rkl. Borgir Kópavogi, sem heldur þingið. Anna Stefánsdóttir, verðandi umdæmisstjóri, og félagi í Rkl. Borgum bauð til þingsins þegar hún ávarpaði þátttakendur á umdæmisþinginu á Selfossi að viðstöddum nokkrum félögum sínum úr klúbbnum.

Anna  skýrði frá því, að umhverfismál verði í brennidepli á þinginu og yfirskrift þess verður: „Tryggt umhverfi – traust samfélag.“ Félagar í Rkl. Borgum vinna nú hörðum höndum að undirbúningi þingsins og munu ekkert til spara að setja saman fræðandi og skemmtilega dagskrá fyrir rótarýfélaga og maka þeirra. Dagskrá þingsins fer fram í Gerðarsafni, Kópavogskirkju, safnaðarheimilinu og í Menntaskólanum í Kópavogi. Hvatti Anna rótarýfélaga á Íslandi til góðrar þátttöku.

Gefinn hefur verið út upplýsingabæklingur vegna þingsins. Stefán Baldursson, forseti klúbbsins, skrifar þar ávarpsorð og segir frá starfsemi klúbbsins. Hann var stofnaður 2000 og leggur áherslu á kynjajafnrétti, samheldni, virkni og starfsánægju. Meðal samfélagsverkefna, sem klúbburinn styður, er stuðningur við nýbúa í Menntaskólanum í Kópavogi auk þess sem hann verðlaunar afburðanema við útskrift úr sama skóla. Þá hefur klúbburinn m.a. stutt Fjölsmiðjuna og Skólahljómsveit Kópavogs og er stuðningsaðili Sunnuhlíðarsamtakanna. Kúbburinn hefur unnið að gróðursetningu trjáa og hreinsun nærumhverfis og tileinkar því þingið þessum málaflokki undir yfirskriftinni „Tryggt umhverfi – traust samfélag“.

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum