Lokaatriði aðalfundar rótarýumdæmisins, sem haldinn var á fjarfundi hinn 10. október sl., var tilkynning um næsta umdæmisþing að ári. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verðandi umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2021-2022, bauð til umdæmisþings, sem hún og félagar hennar í Rkl. Héraðsbúa hafa ákveðið að haldið verði á Hallormsstað dagana 8. og 9. október 2021.
Til að minna rótarýfélaga um land allt á einstaka náttúrufegurð á Hallormsstað og í næsta nágrenni hefur Rkl. Héraðsbúa látið gera eldfjörugt tónlistarmyndband um þetta skemmtilega umhverfi fyrir góðar samverustundir rótarýfólks á næsta umdæmisþingi þar eystra.