Föstudagur, júní 21, 2024
HeimFréttirBoðið til umdæmisþings á Hallormsstað 2021

Boðið til umdæmisþings á Hallormsstað 2021

Lokaatriði aðalfundar rótarýumdæmisins, sem haldinn var á fjarfundi hinn 10. október sl., var tilkynning um næsta umdæmisþing að ári. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verðandi umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2021-2022, bauð til umdæmisþings, sem hún og félagar hennar í Rkl. Héraðsbúa hafa ákveðið að haldið verði á Hallormsstað dagana 8. og 9. október 2021.

Til að minna rótarýfélaga um land allt á einstaka náttúrufegurð á Hallormsstað og í næsta nágrenni hefur Rkl. Héraðsbúa látið gera eldfjörugt tónlistarmyndband um þetta skemmtilega umhverfi fyrir góðar samverustundir rótarýfólks á næsta umdæmisþingi þar eystra.

Nokkir félagar í Rkl. Héraðsbúa sömdu kynningarlagið og fluttu. Höfundur lags og texta er Jónas Þór Jóhannssson. Róbert Elvar Sigurðsson syngur og hljómsveitin er skipuð þeim Jónasi Þór, Róberti Elvari, Bergi Hallgrímssyni, Sigurði Jonna Jónssyni og Friðrik Jónssyni. Framleiðandi myndbandsins er HS Tókatækni, kvikmyndagerð á Egilsstöðum. Smellið hér að neðan til að taka á móti kveðju félaganna í Rkl. Héraðsbúa!

Sjá myndband

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum