Frá inntöku nýs félaga í nóvember 2018

Dagskrá
miðvikudagur miðvikudagur, 16. október 2019
Margrét Guðnadóttir, nýráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga
Kæru félagar.
Margrét Katrín Guðnadóttir nýráðin kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga verður gestur okkar á þessum fundi. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu í 115 ára sögu félagsins. 

Margrét segir okkur frá sjálfi sér og hvað sé um að vera í KB þessa dagana. 


Hlakka til að sjá ykkur sem flest og endilega bjóðið með ykkur gestum. 
miðvikudagur miðvikudagur, 23. október 2019
Þorsteinn Tómasson plöntuerfðarfræðingur flytur fyrirlestur um ísenska birkið og erfðabreytingar á því.

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðarfræðingur flytur fyrirlestur um ísenska birkið og erfðabreytingar á því.

Á síðustu árum hefur verið unnið að því að framrækta birki, velja bestu einstaklingana til framræktunar.

Út úr því hafa komið falleg tré og ný kvæmi sem eru komin í framleiðslu og sölu í garðyrkjustöðvum.

Hann mun einnig segja frá birkikvæmi sem hefur verið framræktað, en hefur rauð blöð.

Þessir einstaklingar auka fjölbreytnina í okkar skógum.

Nýju kvæmin hafa einnig meiri vaxtahraða en flest birkið sem er í okkar skógum.

Þetta er mjög áhugaverður og fróðlegur fyrirlestur.

Fundurinn verður opinn og með Rótaryfélögum verður áhugafólki úr Skógræktarfélagi Borgarfjarðar boðið velkomið.

 
Klúbbfréttir

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: borgarnes@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Hótel B59
Borgarbraut 59
310 Borgarnes

Fastur fundatími: Miðvikudaga 18:30

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Margrét Guðnadóttir, nýráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga
2019-10-16 18:30