NYHETSARTIKLAR

Fundur 15. ágúst 2019

2019-08-15 - 2019-12-31

 

Annar fundur starfsársins var haldinn á venjulegum fundarstað fimmtudaginn 15. ágúst.

 

 

Tryggvi Felixsson, formaður Landverndar fjallaði um „Áskoranir í umhverfismálum frá sjónarhorni Landverndar“.

Landvernd er 50 ára í ár og félagar eru rúmlega 6000 og aðildarfélög 40 talsins. Landvernd er frjáls félagasamtök og ekki flokks pólitísk þó eðli málsins samkvæmt séu umhverfismál og þar með Landvernd pólitísk. Fyrsta baráttumál samtakanna var gegn jarðvegseyðingu og Landvernd gaf út fyrsta ritið á Íslandi um mengun.

Tryggvi fór yfir það hver væri kjarni vandans þegar kemur að umhverfismálum og nefndi þar fégræðgi (sérhagsmuni), fátækt og fáfræði (skammsýni). Þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir gangavart umhverfismálum eru: Loftslagsbreytingar, jarðvegseyðing, eyðing náttúruarfsins, eyðing líffræðilegs fjölbreytileika og ósjálfbær nýting náttúruauðlinda.

 

facebook share button twitter share button linkedin share button

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: borgir@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Borgir - safnaðarheimili
Hábraut 1
200 Kópavogur

Fastur fundatími: Fimmtudaga 07:45

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Fundur 28. maí
2020-05-28 07:45