NYHETSARTIKLAR

Stjórnarskiptafundur 11.júní 2019

2019-09-29 - 2020-06-30

Hátíðarfundur í umsjá stjórnar Rótarýklúbbsins Borga og skemmtinefndar. Fundurinn var einnig umdæmisstjóraskiptafundur.

 

kunnar:Borgir Rótaryklúbbur:rotari_thormar:iPrent:jpg:Borgir_brefsefni_clip.jpgRótarýklúbburinn Borgir;  fundargerð 11. júní 2019. 

Fundarstaður: Hótel Saga - fundarsalur - Katla

Mæting: 113 Rótarýfélagar og gestir þ.e 92 klúbbfélagar og gestir þeirra  og 

Fundur: Hátíðarfundur í umsjá stjórnar Rótarýklúbbsins Borga og skemmtinefndar.

 

Hátíðin hófst kl 18:30  með fordrykk í boði Rótarýklúbbsins Borga. Ingi Kr. Stefánsson bauð gesti velkomna og kynnti veislustjóra, Ernu Hauksdóttur.   

Rótarýfundur: Stefán Baldursson forseti Borga setti Rótarýfund nr. 39 á starfsárinu og nr.836 frá stofnun klúbbsins og flutti í framhaldi skýrslu stjórnar. Forseti  kallaði saman fráfarandi stjórn; Stefán Konráðsson gjaldkera, Heiðrúnu Hákonardóttur stallara, Sigfús Konráðsson ritara, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur verðandi forseta og þakkaði gott samstarf. Verðandi stjórn var kölluð upp; Unnur Björgvinsdóttir ritari sem var fjarverandi, Dagmar Huld Matthíasdóttur gjaldkera, Eirík Inga stallara og Bjarka xx verðandi forseta, og skipst var á "táknrænum munum" í takt við embættin. Stefán Baldursson forseti afhenti verðandi forseta forsetakeðjuna og nýr forseti afhendi fráfarandi forseta blómvönd frá fráfarandi stjórn og var honum þökkuð einstök störf. Forseti flutti ávarp - farið var með fjórprófið og forseti sleit fundi.

 

Guðný Guðmundsdóttir söng við undirleik Hrannar Þráinsdóttur


Umdæmisstjóraskiptafundur:
Nýr forseti Rótarýklúbbsins Borga setti 1. fund starfsársins, nr.837 frá stofnun klúbbsins og bauð fráfarandi umdæmisstjóra Garðar Eiríksson til pontu og Sagði hann í mjög stuttu máli frá starfinu en hann mun flytja skýrslu starfsársins á umdæmisþinginu í haust. Hann sagði frá breytingum á skrifstofuhaldi umdæmisins, verkefni í Nepal og á Indlandi, aukna áherslu RI á umhverfismál og notkun samfélagsmiðla til að kynna betur starf Rótarý. Þá minntist hann á frábæra þátttöku Íslendinga á alþjóðaþingi Rótarý í Hamborg, félagaþróun og sagði frá því að Rótarý á Íslandi fái nú þrjár konur í röð sem umdæmisstjóra, þær Önnu Stefánsdóttur, Soffíu Gisladóttur og Ásdísi Helgu Bjarnadóttur. Garðar Eiríksson þakkaði Margréti Friðriksdóttur fv. umdæmisstjóra og umdæmisleiðbeinanda og félaga í Rótarýklúbbnum Borgum fyrir þjónustu í þágu Rótary. Hún hefur sem skólameistari MK hýst árleg fræðslumót Rótarý og vildi umdæmið þakka henni  með því að sæma hana með Poul Harris orðu með einum rúbín. Garðar Eiríksson þakkaði gott samstarf og afhenti Önnu Stefánsdóttur félaga í Rótarýklúbbnum Borgum umdæmisstjórakeðjuna og flutti Anna ávarp sem bar yfirskriftina - Tryggt umhverfi – traust samfélag en það er þemað sem umdæmisstjóri hefur ákveðið fyrir næsta starfsár.  „Við ætlum að setja umhverfið í öndvegi" sagði Anna. Umdæmisstjóri afhenti gestum umdæmisins gjafir og forseti Borga sleit fundi.

Matseðill:  

Forréttur: Skelfisksúpa, 

Aðalréttur: Nautalund, kartöflu fondat, grísasíða og  rauðvínssósa

Eftirréttur: Kaffi og konfekt. 

               

facebook share button twitter share button linkedin share button

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: borgir@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Borgir - safnaðarheimili
Hábraut 1
200 Kópavogur

Fastur fundatími: Fimmtudaga 07:45

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Rótarýsjóðs-og fræðslunefns
2020-02-20 07:45