NYHETSARTIKLAR

Fundur 3. október 2019

2019-10-04 - 2020-06-30

Harpa Ósk Björnsdóttir, söngkona og verkfræðingur, sagði frá lífi og störfum í máli og myndum auk þess að taka lagið.Félagar í Borgum lifa sig inn í morgunsönginn

Harpa Ósk Björnsdóttir heillaði félaga með frásögn og söng

Harpa er Kópavogsbúi fædd árið 1994. Harpa byrjaði 3ja ára að læra á fiðlu, en fór fljótlega yfir á píanó og stundaði nám í píanóleik til 18 ára aldurs. Harpa var einnig liðtæk í íþróttum, æfði knattspyrnu og tók einnig þátt í Skólahreysti.  Harpa setti Íslandsmet í að hanga á slá í Skólahreysti og það met stóð í viku!

Söngferillinn byrjaði í kór Snælandsskóla þar sem Heiðrún, móðir Hörpu var stjórnandi. Á unglingsárunum lá leiðin kórskóla Langholtskirkju og  í Graduale kórinn, undir stjórn Jóns Stefánssonar. 15 ára gömul hóf Harpa söngnám hjá Þóru Björnsdóttur og árið 2012 hóf Harpa nám í Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og lauk 8. Stigs prófi vorið 2018.

Harpa hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum. Hún vann fyrir sér ásamt vinkonum sínum í tríóinu Tríjólu nokkur jól, söng með kammerkórnum Hljómeyki, söng í kvikmyndinni „Þrestir“, hefur sungið dúett með Gissuri Pálssyni auk þess að taka þátt í uppsetningu á nemendaóperum. Harpa er í hlutverki Barbarinu í óperunni Brúðkaup Fígarós, sem félagar í Borgum ætla að sjá 18. Október.

Harpa var einn af sigurvegurum í keppninni Ungir einleikarar árið 2019 og kom fram á tónleikum í Eldborg í tilefni af því. Einnig sigraði Harpa í háskólaflokki í Vox Domini 2019 auk þess að vera valin „Rödd ársins“.

Harpa Ósk lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík og lauk  B.S. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands í febrúar 2019. Harpa fékk verðlaun fyrir rannsókn á ígræðanlegum rafrásum fyrir sykursjúka, en rannsóknina vann hún við háskóla í Kaliforníu. Harpa Ósk vinnur sem verkfræðingur hjá Landsvirkjun eins og er, en er á leið til Leipzig í Þýskalandi til frekara söngnáms.

 

Harpa Ósk sýndi okkur skemmtilegar myndir frá ferlinum og tók að lokum lagið við undirleik Sigurjóns Kjartanssonar. Sannarlega hæfileikarík ung kona hér á ferð!

 

Vegna tímaskorts náðist ekki að horfa á allt myndbandið frá því Harpa söng með Sinfóníunni og er slóðin á myndbandið hér: https://youtu.be/4G6v9huF3nw?t=391

facebook share button twitter share button linkedin share button

Hvað er Rótarý?

Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.

LESTU MEIRA

TENGILIÐIR

Netfang: borgir@rotary.is


UPPLÝSINGAR UM FUNDI

FASTUR FUNDARSTAÐUR:

Borgir - safnaðarheimili
Hábraut 1
200 Kópavogur

Fastur fundatími: Fimmtudaga 07:45

Hér fundum við:
Engin mynd
Næsti fundur:

Fundur 28. maí
2020-05-28 07:45