Rótarýklúbburinn Borgir-Kópavogur
STOCKHOLMS VÄSTRA
ArticleView

GREINAR

Gildi útikennslu

Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi hjá Skógræktinni, Erindi hans fjallar um gildi útikennslu fyrir grunnskólanemendur.

Ólafur hefur verið með skógræktardellu alla æfi. Gerði kennsluefnið "Ólafur segir frá gildi skóga fyrir land og lýðLesið í skóginn"  og verið verkefnisstjóri hjá borginni um skógarmál.  Um 30 grunnskólar fengu aðgang að skógarsvæðum í nágrenni borgarinnar svokalla grendarskóga. Grenndarskógur er ungur eða eldri skógur í göngufæri frá skólanum og er notaður í skipulegu útinámi sem tengist skólanámskrá og aðalnámskrá grunnskóla. Honum er ætlað að auka fjölbreytni í skólastarfi og styðja við markmið um einstaklingsmiðað nám. Skógurinn getur líka verið vettvangur ýmiss konar viðburða sem tengjast skólastarfinu. Með þessu átti að byggja upp  skógareynsla í skólunum og skógarmenningu. Gerðir voru samningur um grenndarskóg gefur skóla formlegri aðgang að tilteknu skógarsvæði.