Ferð Rótarýklúbbsins Reykjavík Breiðholt, sem farin var til vorverka í gróðurreit hans í Heiðmörk laugardaginn 28. maí, tókst afar vel að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fararstjóra. Frábært veður, góðar veitingar og samtals mættir 16 félagar, makar og börn.
Þorsteinn Tómasson, plöntuerfðafræðingur og félagi í klúbbnum kom með fágætar plöntur, lýsti eiginleikum þeirra í stuttri ræðu og tóku eldri börnin mikinn þátt í niðursetningunni.
Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, var með í för í skógræktarreit klúbbsins og flutti þar fróðlega tölu og kynnti í stuttu máli helstu verkefni félagsins.
Í lokin voru bornar fram veitingar í húsakynnum Skógræktarfélagsins á Elliðavatni.
Sem sagt, afar vel heppnuð ferð.