Föstudagur, mars 29, 2024
HeimForsíðaBreytingar á starfi vegna COVID-19 veikinnar

Breytingar á starfi vegna COVID-19 veikinnar

Breyting varð á aðgerðum vegna COVID-19 veikinnar í dag eftir að ríkisstjórnin ákvað, að tilmælum sóttvarnarlæknis,  að boða til samkomubanns, þar sem koma saman 100 manns eða fleiri,  frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. mars n.k.  Þá er gerð krafa um að minnst 2 metrar séu á milli fólks á minni mannamótum.

Umdæmisráð ræddi stöðuna í umdæmimu  á fundi sínum í dag 13. mars.  Ákveðið var að beina því til forseta rótarýklúbba að fylgjast vel með leiðbeiningum Embættis landlæknis og Almannavarna og fara eftir þeim tilmælum sem þar eru sett fram.  Forsetar skulu út frá þeim tilmælum meta stöðuna á hverjum tíma og fella niður fundi þegar nauðsyn krefur.

Umdæmisráð hvetur klúbba til a fylgjast vel með framvindu mála næstu vikur og hefja starfið í klúbbnum aftur um leið og sóttvarnarlæknir breytir sinni afstöðu til samkomuhalds.

Frestun á uppboði og fræðslumóti

Rótarýuppboðinu, sem vera átti 19. apríl nk., hefur verið frestað um óákveðinn tíma og fræðslumóti fyrir verðandi forseta og ritara sem vera átti á morgun hefur verið frestað til laugardagsins 29. ágúst.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum