Breytingar urðu á rekstri skrifstofu rótarýumdæmisins á Suðurlandsbraut 54 um síðustu mánaðamót. Margrét Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri, hefur ráðið sig til annarra starfa og reglulegt skrifstofuhald verður lagt niður. Margrét verður þó fyrst um sinn með viðveru á miðvikudögum kl. 16-18, sími 568 2233. Tilkynning um þetta hefur verið lesin inn á símsvara. Skilaboð sem send eru á netfangið rotary@rotary.is munu berast umdæmisstjóra.