Föstudagur, september 29, 2023
HeimFréttirUmdæmisfréttirDagsetningar sem vert er að muna

Dagsetningar sem vert er að muna

Umdæmisþing 12. og 13. október og Rótarýdagurinn 23. febrúar 2019

Þegar Garðar Eiríksson tók við embætti umdæmisstjóra Rótarý hinn 25. júní sl. á Selfossi kom hann víða við í ræðu sinni en gerði hin alþjóðlegu verkefni hreyfingarinnar að sérstöku umfjöllunarefni.

Umdæmisstjóraskipti. Garðar Eiríksson og Knútur Óskarss.on á fundi hjá Rkl. Selfoss 25. júní sl.

„Í leiðtogaþjálfun RI í San Diego í janúar opnuðust augu mín betur fyrir því hversu mörgum og mikilvægum verkefnum Rótarý sinnir,“ sagði Garðar. „Þá varð mér ljós ekki síður,- þörfin, – öll þessi verkefni um heim allan, sem eru í sjálfu sér svo fjarlæg okkur, að við hreinlega skiljum ekki að ástandið skuli vera svona. –

Hvað veldur því að samfélög berast á banaspjótum og eyða ómældum fjárhæðum í stríðstól í stað þess að byggja upp heilnæm samfélög þar sem einstaklingar fá að njóta öryggis, menntunar og heilbrigðisþjónustu? Þjónustuverkefni Rótarý í 6 megináherslum hverfast um frið og stuðla að friði. Í þessum anda hef ég  ákveðið að umdæmið verði þátttakandi í alþjóðlegu verkefni, sem umdæmi í mörgum löndum koma að. Verkefnið lýtur að mæðra- og ungbarnavernd í Nepal og er stutt af Rótarýsjóðnum með Global Grant styrk.

Síðar í ræðu sinni vék Garðar að framhaldsumræðu sem verður um þessi mál og önnur:

„Rótarý hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna og á umdæmisþingi sem Rkl. Selfoss heldur 12. og 13. október n.k. hér á Hótel Selfossi, verður m.a. fjallað um þessi mál og önnur með þjóðþekktum fyrirlesurum. Rótarý leggur áherslu á að eiga samstarf við aðra, líknarfélög og fleiri sem vilja láta gott af sér leiða og ég hvet ykkur til að huga vel að slíku og þá með það i huga að láta rödd Rótarý heyrast og ekki síst í tengslum við Rótarýdaginn sem verður haldinn 23. febrúar 2019. Þennan dag eigum við að nýta til að koma jákvæðum skilaboðum á framfæri um Rótarý og afla nýrra félaga. – Það er eilíft verkefni.“

Myndir: Vilborg Eiríksdóttiir

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Most Popular

Recent Comments