Innskráning Velkomin/n! skráðu þig inn á reikninginn þinn notendanafnið þitt lykilorðið þitt Gleymt lykilorð? Hjálp Persónuverndarstefna Endurheimta lykilorð Endurheimta lykilorð netfangið þitt Aðgangsorð verður sent til þín. HeimFréttirMyndir frá þinghaldi Rótarý FréttirUmdæmisfréttirÞingfréttir Myndir frá þinghaldi Rótarý By Markús Örn Antonsson 1. janúar 2020 0 1112 Deila FacebookTwitterPinterestWhatsApp Allt skipulag og framkvæmd umdæmisþingsins var til mikillar fyrirmyndar. Sérstakt Rótarýblað var gefið út, efnismikið og vandað. Dagskráin var margþætt og vel tímasett. Það var hlutverk fundarstjóranna að sjá til þess að allt gengi jafngreiðlega eftir og raun bar vitni. Þau Erna Hauksdóttir og Gunnar Stefánsson, félagar í Rkl. Borgum, önnuðust fundarstjórnina. Fjölbreytt, skemmtilegt og vel skipulagt þing. Áður en þingstörf hófust voru haldnir fundir í vinnuhópum verðandi forseta, ritara og gjaldkera. Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, hafði framsögu á fundi eins þeirra og ræddi umhverfismálin, náttúruvernd og ræktunarstörf. Í hinum vinnuhópunum var fjallað um Rótarýsjóðinn, leiðtogahlutverkið og félagaþróun innan Rótarý. Viðurkenningar veittar fyrir hæst framlög klúbba í Poiio Plus-sjóð Rotary Foundation. Talið frá vinstri: Garðar Eiríksson, fyrrv. umdæmisstjóri, Þórarinn V. Sólmundarson, Rkl. Selfoss, Konráð Lúðvíksson, Rkl. Keflavíkur, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, Rkl. Borgum Kópavogi, og Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri. Rótarýfélagar á umdæmisþingi voru áhugasamir um þau brýnu málefni sem til umfjöllunar voru. Fyrirlestrar sérfræðinga um umhverfis- og loftslagsmál vöktu mikla athygli viðstaddra. Dr. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands, sagði að á öldinni muni verða þörf á umfangsmikilli aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga til að draga úr því tjóni, sem breytingarnar kunna að valda, og nýta þjóðinni til hagsbóta þær breytingar, sem gefa tilefni til slíks. Aðlögun snertir marga þætti þjóðlífsins, s.s. skipulagsmál, samgöngur, auðlindir á láði sem legi, atvinnu og búhætti. Dr. Sigurður Reynir Gíslason lagði áherslu á nauðsyn þess að minnka losun koltvíoxíðs og auka bindingu þess þannig að losun og binding verði jafnmikil árið 2050. Með þeirri aðferð sem beitt er við bindingu í Hellisheiðarvirkjum mætti binda allt koldíoxíð sem losnar frá stóriðju og orkuverum á Íslandi. Koldíoxíð er leyst í vatni sem hvarfast við berg djúpt i jörðu og myndar steindir. Það er þá ”steinrunnið”. Ingunn Gunnarsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, greindi frá því að í rannsóknum hennar hafi viðmælendur talið að náttúrvernd ætti að vera höfð að leiðarljósi við áframhaldandi orkuþróun í landinu. Mikilvægt væri að tryggja samfélagslegan ávinning af orkuframkvæmdum. Þeir lögðu áherslu á aukið orkuöryggi á Íslandi með orkuskiptum og fjölbreyttari orkugjöfum. Sjálfbær orkuþróun á Íslandi væri nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi velmegun á Íslandi og vernda landið okkar. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbanka Íslands, sagði að mörg fyrirtæki væru mjög meðvituð um ábyrgð sína og hafi skoðað rekstur sinn út frá sjálfbærni, þar með talin losun gróðurhúsaáhrifa og áhrif á lífríki og mannverur. Fjárfestar hafa einnig í auknum mæli gefið málaflokknum gaum og eru í því sambandi að tileinka sér aðferðafræði, sem ber heitið ”ábyrgar fjárfestingar“. Það eru fjárfestingar sem taka mið af umhverfis- og félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Hildur Knútsdóttir, rithöfundur, var á sl. vori skipuð formaður Loftslagssjóðs. Hún fór í erindi sínu yfir loftslagsvænan lífsstíl og leitaðist við að draga upp mynd af því hvernig lífið gæti verið í samfélagi sem hefur ákveðið að taka loftslagsógnina alvarlega og grípa til róttækra aðgerða. Hildur varpaði fram áleitnum spurningum: Getum við ekki drukkið bjór frá Akureyri í staðinn fyrir rauðvín innflutt frá Nýja-Sjálandi? Þurfum við að borða kjöt á hverjum degi? Verðum við hamningjusamari við að fara til útlanda fjórum sinnum á ári? Í erindinu ræddi hún nauðsynlegar lífstílssbreytingar til að hætta að skaða loftslagið. Tónlistaratriði milli fyrirlestra sérfræðinganna var vel tekið. Erna Diljá Daníelsdóttir, nemandi í flautuleik við Tónlistarskóla Kópavogs, lék nokkur stutt, klassísk verk. Nína Margrét Grímsdóttir, kennari við skólann, lék á píanóið. Að beiðni Rótarýklúbbsins Borga settu vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Vilhjálmur B. Bragason, leikskáld og rithöfundur, saman nýtt lag, Loftslagið. Lag og texti voru flutt af myndbandi á umdæmisþinginu. Braginn má finna á Youtube https://youtu.be/GM_nY6aXTzg Lag og texti voru flutt af myndbandi á umdæmisþinginu. Braginn má finna á Youtube https://youtu.be/GM_nY6aXTzg Sævar Helgi Bjarnason er jarðfræðingur sem kennir stjarnvísindi og starfar að vísindamiðlun í fjölmiðlum. Á umdæmisþinginu talaði hann um miðlun loftslags- og umhverfisvísinda til barna og fullorðinna. Hann sagði að miðlun loftslagsvísinda og lausna við loftslagsvandanum væri ærið verkefni. Breytingarnar eru oft hægfara. Fyrir vikið getur verið snúið að fá fólk til að horfast í augu við vandamálin og gera nauðsynlegar breytingar. Sem dæmi um hugarfarsbreytingu sem hefur átt sér stað nefndi hann afstöðu til flugeldamengunar. Soffía Gísladóttir, verðandi umdæmisstjóri 2020-2021, og félagar hennar í Rótarýklúbbi Akureyrar buðu til næsta umdæmisþings, sem haldið verður í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 9.-10. október 2020. Í lok þingsins flutti Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri, þakkarorð til undirbúningsnefndarinnar í Rkl. Borgum, sem annaðist skipulag þingsins. Hún færði Málfríði Klöru Kristiansen, formanni nefndarinnar, blómvönd í viðurkenningarskyni. Með Málfríði í nefndinni voru Erna Hauksdóttir, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, Karl Skírnisson, Margrét Friðriksdóttir og Stefán Baldursson. Anna Stefánsdóttir sat einnig flesta fundi nefndarinnar. Texti og myndir: Markús Örn Antonsson Related Images: Tagsmyndirumdæmisþing Deila FacebookTwitterPinterestWhatsApp Fyrri greinSvipmyndir frá umdæmisþingi 2019Næsta greinHallveig og Gissur Páll á Tónleikum Rótarý 2020 Markús Örn Antonsson RELATED ARTICLES Fréttir Jón Karl Ólafsson er nýr umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2024-´25 25. júní 2024 Fréttir Vel heppnaður fundur fyrrum umdæmisstjóra í Reykholti. 13. maí 2024 Fréttir Styttist í stóra plokkdaginn 15. apríl 2024 - Advertisment - Nýjast Jón Karl Ólafsson er nýr umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2024-´25 25. júní 2024 Vel heppnaður fundur fyrrum umdæmisstjóra í Reykholti. 13. maí 2024 Styttist í stóra plokkdaginn 15. apríl 2024 Harpa Ósk og Ragnheiður Ingunn hlutu Tónlistarstyrki Rótarý 6. apríl 2024 Sækja fleiri Fréttir af klúbbunum Á sjöunda hundrað mættu á jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðákróks í upphafi aðventunnar 4. desember 2023 0 Rótarýklúbbur Reykjavíkur-Breiðholts býður til fræðslufundar á netinu 4. desember 2023 0 Umdæmisstjóri heimsækir klúbbana 4. nóvember 2023 0