Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirDrew Kessler; rótarýfélagi af lífi og sál sem gaf góð ráð

Drew Kessler; rótarýfélagi af lífi og sál sem gaf góð ráð

Drew Kessler var fulltrúi alþjóðaforseta Rótarý á umdæmisþinginu á Hallormsstað. Hann er Bandríkjamaður og varð félagi í North Rockland Rotary Club í New York-ríki árið 2001, þá tvítugur að aldri. Drew hefur gegnt ýmsum leiðtogastörfum innan klúbbsins og varð forseti hans aðeins 25 ára gamall, sá yngsti í 91 árs sögu klúbbsins. Drew gegndi embætti umdæmisstjóra í umdæmi 7210 sem hefur 50 klúbba innan sinna vébanda með 1600 meðlimum. Hann hefur einnig unnið ötullega í forystu fyrir Rótarý á svæði 32, sem nær yfir 20 umdæmi með 35000 rótarýfélögum. Hann á sæti í sérstökum ráðgjafahópi ungra, fyrrverandi umdæmisstjóra, sem starfar í þágu alþjóðaforsetans.

Hlustið hér á kafla úr ávarpi Drew Kessler:

 

Í árslok 2020 var Drew Kessler tilnefndur til setu í framkvæmdastjórn Rotary international, Board of Directors, sem skipuð er 17 fulltrúum víðsvegar að úr heiminum. Hann mun starfa í henni á árunum 2022-2024.

Drew og Vicki kona hans, sem einnig starfar í Rótarý, áttu ánægjuleg samskipti við rótarýfélagana á Hallormsstað. Drew flutti skeleggar ræður um gildi Rótarý og markmið hreyfingarinnar. Hann fjallaði líka um málin á persónulegum nótum og sagði frá því hvernig þau hjónin og fimm börn þeirra taka virkan þátt í Rótarý á svo mörgum sviðum.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum