Paul Harris Society er tengslanet rúmlega 27.000 fastra styrktarfélaga Rótarý í 149 löndum. Þeir hafa hver og einn lýst vilja sínum til að leggja af mörkum a.m.k. 1000 USD árlega til almenna Rótarýsjóðsins, Polio Plus eða marvíslegra verkefnastyrkja, sem Rótarýsjóðurinn stendur að. Í fyrra námu greiðslur félaga í Paul Harris félagsskapnum 18% af heildarframlögum til sjóðsins.
Rotary Foundation veitir mikla fjármuni árlega til líknar- og mannúðarstarfs af ýmsum toga, víða um lönd. Auk útrýmingar lömunarveiki má nefna barna- og mæðravernd, eflingu skólastarfs í þróunarlöndum, friðarstarf, verndun umhverfisins og öflun drykkjarvatns.
Soffía Gísladóttir, fyrrverandi umdæmisstjóri, hefur verið útnefnd sem tengiliður við Rotary International vegna Paul Harris Society í íslenska umdæminu.