Laugardagur, 14. september 2024
HeimFréttirKlúbbafréttirEigendur Von mathúss fengu Hvatningarverðlaun Straums

Eigendur Von mathúss fengu Hvatningarverðlaun Straums

Hvatningarverðlaunin voru fyrst veitt árið 2008

Hvatningarverðlaun Rótarýklúbbsins Straums 2023 hlutu hjónin Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir eigendur Von mathúss.

Þau fá verðlaunin fyrir metnaðarfullt starf við rekstur veitingahúss í Hafnarfirði en áhersla þeirra og metnaður er að bjóða árstíðabundna íslenska matargerð og að á Von ríki heimilislegt andrúmsloft og fagleg þjónusta.

Tóku þau við viðurkenningarskjali á fundi klúbbsins í morgun og sögðu frá því hvernig er að reka miðlungsstórt veitingahúss af miklum metnaði á erfiðum tímum með fjölmargar áskoranir. Þau hafa lagt mikla vinnu og metnað í reksturinn en hafa gætt þess að eiga sínar fjölskyldugæðastundir og hafa því opið aðeins 5 daga í viku.

Fyrstu Hvatningarverðlaun Straum voru veitt 2009 og skyldu hvatningarverðlaunin afhent þeim aðila eða aðilum sem klúbbfélögum þættu hafa gengið skrefi framar en aðrir í viðleitni sinni til að láta gott af sér leiða í Hafnarfirði og vera öðrum fyrirmynd og hvatning.

Markmið hvatningarverðlaunanna er bæði að benda á það sem vel er gert og að hvetja aðra til dáða, hvern á sínu svið eða sínum stað í mannlífinu. Hvatningarverðlaunin endurspegla þannig hugsjón Rótarý sem felst í fjórprófinu: „Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs?“

Margrét Edda Ragnarsdóttir tilkynnir um verðlaunin

Formaður hvatningarnefndar klúbbsins, Margrét Edda Ragnarsdóttir, tilkynnti um verðlaunahafana.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum