Sunnudagur, 6. október 2024
HeimFréttirEldri félagar leggja sitt til málanna....

Eldri félagar leggja sitt til málanna….

Umræðan um félagaþróun í rótarýklúbbum snýst eðlilega um áhersluna á að fjölga ungu fólki í hreyfingunni. Upplýsingar um meðalaldur félaganna benda augljóslega til þess að þörf er fyrir að virkja yngra fólk til starfa í Rótarý. Samtímis staðfesta þær hollustu sem eldri félagar sýna klúbbum sínum og undirstrika hver fengur er að því að hafa reynslumikið fólk úr hinum ýmsu starfsgreinum til að leggja sitt af mörkum til klúbbstarfsins. Margt af því býr yfir margvíslegri sérþekkingu, sem þarflegt er að rifja upp í samhengi við umræðu um þróun mála á líðandi stund. Bein þátttaka hinna eldri í umræðunni er fræðandi og skiptir máli.

Eysteinn Tryggvason, jarðfræðingur, er 96 ára gamall félagi í Rótarýklúbbi Húsavíkur og fyrrum umdæmisstjóri Rótarý. Hann lætur enn að sér kveða í umræðu um brýnustu málefni á líðandi stund. Í Rótarý er vettvangur til að flytja fróðleik og láta í ljósi ólík sjónarmið. Á fundi klúbbsins á sl. ári flutti Eysteinn erindi um loftslagsbreytingar. Þegar Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri, heimsótti Rkl. Húsavíkur nýlega afhenti Eysteinn henni handritið að erindi sínu sem fylgir hér með fyrir þá sem vilja kynna sér loftslagsmálin frá sjónarhóli þessa merka, íslenska jarðvísindamanns og félaga okkar í Rótarý.

Erindi Eysteins

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum