Verkefnasjóður Rótarý á Íslandi opnaði fyrir umsóknir um styrki til samfélagsverkefna 20. nóvember 2020 vegna starfsársins 2020 – 2021. Umsóknarfrestur var til 15. janúar 2021. Ákveðið var að stefna að því að að afgreiðsla umsókna lægi fyrir í lok febrúar 2021 og gekk það eftir.
Að sögn Knúts Óskarssonar, formanns sjóðsstjórnar, tóku allir stjórnarmenn og varamenn þátt í öllum fundum og vinnu á milli funda, en fundir voru haldnir rafrænt á Zoom. Samtals bárust umsóknir til Verkefnasjóðs að upphæð kr. 5.375.000. Ákvörðun var tekin um að hámarksupphæð til úthlutunar til einstakra klúbba yrði kr 600.000. Var það gert með tilliti til þess að um 4 millj. kr. voru til úthlutunar að þessu sinni.
Samþykkt var að úthluta samtals 4.030.000 kr. til eftirfarandi rótarýklúbba:
- Þinghóll í Kópavogi. Járnofhleðsla, í samstarfi við Brynjar Viðarsson blóðsjúkdómalækni. Sótt er um kr. 1.495.000. Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 600.000.
- Borgir Kópavogi. Stuðningur við fjölskyldur sem standa höllum fæti vegna Covid 19 í samstarfi við Líknarsjóð Lindarkirkju. Sótt er um kr. 500.000. Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 500.000.
- Reykjavík – Austurbær. Stuðningur við aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða stunda sjálfskaða. Í samvinnu við Píetasamtökin. Sótt er um kr. 500.000. Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 500.000.
- Hof Garðabæ. Aldingarður æskunnar í samtarfi við Garðyrkufélag Íslands og Garðabæ. Sótt er um kr. 300.000. Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 300.000.
- Akureyrar. Trjápallar í Botnsreit í samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðingar. Sótt er um kr. 400.000.Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 400.000.
- Reykjavík – Árbær. Skógræktarverkefni í Þorláksskógi í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Sótt er um kr. 150.000. Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 150.000.
- Ólafsfjarðar. Skönnun á vikulegu fréttabréfi klúbbsins með fréttum úr firðinum (frá 1955) Sótt er um kr. 800.000. Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 600.000.
- Mosfellssveitar. Reiðskóli fatlaðra í Hestamannafélaginu Herði, Mosfellsbæ, í samstarfi við fræðslunefnd fatlaðra í Hestamannafélaginu Herði. Sótt er um kr. 180.000. Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 180.000.
- Ísafjarðar. Kaldárskógarlundur í samstarfi við Skógrækarfélag Ísafjarðar. Sótt er um kr. 750.000. Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 500.000.
- Reykjavík Breiðholt. Gróðursetning við reit klúbbsins í Heiðmörk. Sótt er um kr. 50.000. Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 50.000.
- Akraness. Minning Hallbjargar Bjarnadóttur í samvinnu við Tónlistaskóla Akraness. Sótt um kr. 250.000. Samþykkt styrkveiting að upphæð kr. 250.000.
Verkefnasjóður Rótarý á Íslandi var stofnaður 1. desember 2019. Stjórn sjóðsins skipa:
Knútur Óskarsson, formaður, Rkl. Mosfellssveitar, Esther Guðmundsdóttir, Rkl. Rvík Miðborg
og Jón M. Einarsson Rkl. Héraðsbúa. Varamenn: Garðar Eiríksson Rkl. Selfoss og Lára Stefánsdóttir, Rkl. Ólafsfjarðar.