Rotary International hefur tilkynnt að engin nemendaskipti verði skólaárið 2021-2022. Klara Lísa Hervaldsdóttir, formaður æskulýðsnefndar íslenska umdæmisins, hefur tilkynnt þetta í bréfi til forseta og ritara íslensku klúbbanna:
„Sælir kæru forsetar og ritarar,
Ég vildi upplýsa ykkur um það að stjórn Rotary International hefur komist að þeirri niðurstöðu að það muni ekkert skiptinemastarf verða á næsta skólaári 2021-2022. Því miður varð þetta niðurstaðan en kemur kannski ekki beint á óvart. Nefndin hefur nú þegar tilkynnt þetta þeim ungmennum sem hugðust fara utan í ágúst nk. Það er afar leitt að þurfa að tilkynna þeim að þau komist ekki út sem skiptinemar, en vegna óvissuþátta vegna Covid þá er þetta skiljanleg ákvörðun. Vinsamlegast upplýsið félagana um þessa ákvörðun Rotary International.