Umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá Rótarýhreyfingunni. Trjárækt hefur skipað þar stóran sess og hafa margir klúbbar hér á landi plantað trjám í gróðurreiti sína um áratugaskeið, sumir hinir elstu allt frá stofnun sinni á fyrri helmingi síðustu aldar.
Nokkrir félagar í Rkl. Reykjavík Breiðholt fóru í gróðursetningarferð í lund klúbbsins í Heiðmörk í góða veðrinu í gær. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sem skipulagði verkefnið, tókst gróðursetningin mjög vel en að henni lokinni var boðið upp á veitingar. “Trjálundurinn okkar verður sífellt myndarlegri og er klúbbnum til sóma,” sagði Vilhjálmur.