Þriðjudagur, desember 5, 2023
HeimFréttirUmdæmisfréttirFélagaþróun og útbreiðslumál til umfjöllunar á námskeiði

Félagaþróun og útbreiðslumál til umfjöllunar á námskeiði

Innan Rótarýhreyfingarinnar er mikil áhersla lögð á að efla og stækka Rótarý. Það má t.d. gera með því að auka sveigjanleika í starfinu, með því að stofna nýja klúbba, jafnvel með öðru sniði en hefð er fyrir, svo og með því að fá nýja félaga til liðs við klúbbana. 

Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri, og Gísli B. Ívarsson, formaður félagaþróunar- og útbreiðslunefndar umdæmisins.

Formaður félagaþróunar- og útbreiðslunefndar sótti ásamt núverandi umdæmisstjóra og verðandi umdæmisstjóra vinnustofu í Noregi snemma á þessu ári þar sem verkefnið var að ræða leiðir til að efla Rótarý á Norðurlöndunum. Eftir þá reynslu var ákveðið að halda álíka vinnustofu fyrir forseta rótarýklúbbanna á Íslandi sem var gert í byrjun september. Skipuleggjendur fengu til liðs við sig Lenu Mjerskaug, verkefnastjóra og leiðbeinanda Rotary International, en hún leiddi vinnustofuna í Osló.

Forsetar unnu saman í hópum á vinnustofunni, sem haldin var í Reykjavík, og svörðuðu m.a. spurningunum „Hver erum við?“ „Hvað viljum við með klúbbstarfið?“ og „Hvernig komumst við þangað?“  Hópavinnunni stjórnuðu aðstoðarumdæmisstjórar ásamt fomanni félagaþróunar- og útbreiðslunefndar, umdæmisstjóra og góðum rótarýfélögum.

Helstu niðurstöður eru þær að almenn ánægja er með það alþjóðlega tengslanet sem Rótarý getur verið fyrir félagana og fjölmörg áhugaverð og skemmtileg erindi sem klúbbarnir bjóða félögunum upp á.  Við eigum að vera opin fyrir nýmælum í klúbbunum okkar og hlusta á breytingar sem eru að verða á samfélaginu, var meginniðurstaðan. 

Góðar umræður urðu í hópunum og mikil ánægja var með vinnustofuna og þann árangur sem varð af samtali forsetanna.

Nú er mikið talað um „satellite-klúbba“ eða tengiklúbba. Þetta eru klúbbar með í það minnsta 8 félögum sem eiga sér móðurklúbb í hefðbundum klúbbi.  Félagar geta verið samstarfsfólk í fyrirtæki eða stofnun, áhugahópar hvers konar eða einstaklingar í minni sveitarfélögum. Að sögn umdæmisstjóra er það vilji forystu Rótarý á Íslandi að prófa sig áfram með þetta form og sjá hvort að ekki náist að stofna svona tengiklúbb eða klúbba á Íslandi á þessu starfsári.

Félagsþróunarnefndin,umdæmisstjóri og embættismenn bjóða fram aðstoð til klúbbanna ef óskað er eftir og geta gefið ráð og komið með góðar hugmyndir til klúbbanna. Kjörorðið er: „Höldum áfram að gera Rótarý betra og skemmtilegra“

 

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum