Rótarýfundir eru mikilvægur þáttur í rótarýstarfinu sem markast að einkennisorðum hreyfingarinnar, „Þjónusta ofar eigin haf“.
Þegar heimsfaraldur ríkir mikil þörf á starfi klúbba eins og Rótarý og hafa heimssamtökin brugðist við á ýmsan hátt og tekið höndum saman með fleirum til að geta lagt lið.
Þar sem stuðningur Rótarý hefur komið sér sem berst er einnig mest hætta á að illa fari þegar COVID-19 veikin geisar. Því er mikilvægt að rótarýklúbbar séu vakandi og vinni áfram að góðum verkefnum og engin ástæði að láta staðar numið þó ekki sé hægt að halda hefðbundna fundi.
Ýmsir klúbbar hafa verið duglegir að halda fundi á netinu og Rótarýklúbbur Akureyringa hélt einn fund sinn í kvöld, á síðasta vetrardag þar sem Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sagði frá öflugri starfseminni og kynnti viðbúnaðinn sem liðið hefur þurft að viðhafa undanfarið vegna kórónaveirunnar.
Inga Þöll Þórnýssdóttir, forseti klúbbsins, stýrði fundi af röggsemi og voru umræður nokkuð fjörugar. Hjá henni kom að engir fundir yrðu inni í maí en yrðu þess allir utanhúss m.a. í Botni, í skógræktarsvæði klúbbsins. Má þá segja að klúbburinn lendi á Botninum áður en aftur verður byrjað að byggja upp að krafti.
Gott hljóð var í fundarmönnum enda sumarið handan við hornið en samtals voru 18 manns á fundinum.
Klúbburinn notaði forritið Zoom en ýmis fleiri forrit má nota sem öll eru frí, a.m.k. um þessar mundir. Sé fólki boðið á fund með tengli, er einungis þörf á að fylgja leiðbeiningum á skjánum við uppsetningu.
Rótarýklúbbar berjast gegn COVID-19
Smelltu hér til að kynnast því sem aðrir rótarýklúbbar og RI eru að gerg til að berjast gegn COVID-19
Vilt þú hýsa fund?
Þeir sem vilja halda fundi geta leitað m.a. hér: