Fyrir Íslendinga um allan heim
Nýr íslenskur rótarýklúbbur tekur senn til starfa í netheimum. Í færslu sinni á Facebook gerði Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri, grein fyrir kynningu á þessu athyglisverða framtaki:
„Rótarý á Íslandi stofnar e-klúbb sem starfræktur verður á alnetinu. Viltu kynna þér málið? Klúbburinn er ætlaður Íslendingum sem búa fjarri starfandi Rótarýklúbbum, Íslendingum í útlöndum og öðrum áhugasömum Íslendingum sem vilja tengjast Rótarý á þennan hátt.
Zoom fundur verður haldinn þriðjudaginn 24. nóvember kl. 17:00 að íslenskum tíma á þessari slóð https://us02web.zoom.us/j/86874815990
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi kynnir verkefnið.
Bergþór Pálsson, rótarýfélagi í Rótarýklúbbi Ísafjarðar segir frá reynslu sinni af Rótarý.
Mingaile Subaciute, rótarýfélagi frá Litháen segir frá Rotary International.
Hildur Betty Kristjánsdóttir, sem leiða mun íslenska e-klúbbinn, segir frá hugmyndum sínum, en Betty er búsett í Þýskalandi.
Hlökkum til að sjá þig á Zoominu.“