„Tryggt umhverfi – traust samfélag“ er yfirskrift 74. umdæmisþings Rótarý á Íslandi.
Þingið verður haldið í Kópavogi 11.-12. október 2019 og er í umsjá Rótarýklúbbsins Borgir, klúbbur Önnu Stefánsdóttur, umdæmisstjóra 2019-2020.
Þingið opið öllum rótarýfélögum og mökum þeirra.
Upplýsingar um skráningu á borgir@rotary.is
Sjá makadagskrá og tilboð á hótelgistingu neðst.
Á þinginu verða Virpi Honkala úr Rótarýklúbbi Raahe, Finnlandi en hún er fulltrúi norrænu rótarýumdæmanna og Patrick Callaghan úr Rótarýklúbbi Limerick Thomond á Írlandi en hann er fulltrúi Mark Daniel Maloney, heimsforseta Rotary International 2019-2020.
Umhverfismál ofarlega á baugi
Í takti við áherslur umdæmisstjóra verða umhverfismál ofarlega á baugi á þinginu. Verða flutt nokkur erindi um þau mál, um sjálfbæra orkuþróun á Íslandi, um kolefnisbúskap jarðar, um loftslagsbreytingar og samfélagsáhrif og fl. Meðal fyrirlesara eru Sævar Helgi Bragason, stjarnvísindamaður, Ingunn Gunnarsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði og dr. Halldór Björnsson.
Fróðleikur og skemmtun
Markmið umdæmisþinga er ekki síður að rótarýfélagar hittist og myndi tengsl en fjölmörg tækifæri gefast til þess. Hátíðarsamkoma verður á laugardagskvöldinu með góðum mat, skemmtiatriðum og dansi svo það er um að gera að finna til sparifötin og undirbúa sig fyrir þingið en skráning er þegar hafin.
Þingstaðirnir
Dagskrá
FÖSTUDAGURINN 11. OKTÓBER 2019
Kópavogskirkja: ÞINGSETNING
17:00 Þingsetning, minningarathöfn um látna félaga, tónlistaratriði, erindi erlendra gesta; Virpi Honkala, fulltrúi Norðurlanda og Patrick Callaghan, fulltrúi alheimsforseta
Safnaðarheimili Kópavogskirkju: MÓTTAKA OG RÓTARÝFUNDUR
18:30 Móttaka bæjarstjóra Kópavogs
19:00 Rótarýfundur og veitingar
LAUGARDAGURINN 12. OKTÓBER 2019
Menntaskólanum í Kópavogi: UMDÆMISÞING
8:30 Skráning hefst og stendur til hádegis
9:00 Vinnustofur
Vinnustofurnar eru öllum ætlaðar er skyldumæting er fyrir ritara, gjaldkera og verðandi forseta.
- Málstofa um félagaþróun og útbreiðslumál. Gísli B Ívarsson, formaður félagaþróunar og útbreiðslunefndar og Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðarumdæmisstjóri verða með erindi og stýrir umræðum.
- Málstofa um leiðtogann í Rótarý, Margrét Friðriksdóttir, umdæmisleiðbeinandi verður með erindi og Rannveig Björnsdóttir, aðstoðarumdæmisstjóri segir frá Rotary Leadership Institute og stýrir umræðum.
- Málstofa um umhverfismál. Björn Traustason, sérfræðingur Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá og Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður hjá Landbúnaðarháskólnum og sem situr í umhverfisnefnd Rótarý verða með erindi. Björgvin Eggertsson, aðstoðarumdæmisstjóri stýrir þeirri málstofu.
- Málstofa um Rótarýsjóðinn. Virpi Honkala tilnefndur framkvæmdastjóri RI svæði 17 og 18 og Garðar Eiríksson fyrrverandi umdæmisstjóri verða með erindi og stýrir umræðum.
10:00 Garðar Eiríksson, fráfarandi umdæmisstjóri, kynnir ársskýrslu og reikninga starfsársins 2018-2019
Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri, kynnir fjárhagsáætlun umdæmisstjóra fyrir starfsárið 2019-2020
10:45 Kaffihlé
11:00 Verðlaunaafhending og ávarp verðlaunahafa
12:00 Hádegisverður
Dagskrá helguð þema þingsins sem er „Tryggt umhverfi – traust samfélag“:
13:00 Ávarp frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti
13:15 Dr. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands: Loftslagsbreytingar og samfélagsáhrif
13:45 Dr. Sigurður Reynir Gíslason, rannsóknarprófessor hjá Háskóla Íslands: Kolefnisbúskapur jarðar
14:00 Ingunn Gunnarsdóttir, doktorsnemi í Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ: Sjálfbær orkuþróun á Íslandi
14:15 Vandræðaskáld, myndband
14:20 Sævar Helgi Bragason, stjarnvísindamaður og vísindamiðlari: Miðlun loftslags- og umhverfisvísinda til barna og fullorðinna
14:35 Nemendur úr Kópavogsskóla kynna Evrópuverkefni, sem þau vinna að undir stjórn Sigurðar Þorsteinssonar, Árnýjar Stefánsdóttur og Guðnýjar Sigurjónsdóttur. Verkefnið fjallar um vistspor okkar tengd orku, orkunotkun og loftslagsbreytingum
14:50 Kaffihlé
15:10 Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbanka Íslands: Ábyrgar fjárfestingar til farsællar framtíðar
15:25 Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Kópavogs
15:35 Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og formaður stjórnar Loftslagssjóðs: Hvað erum við að tala um þegar við tölum um lífsgæði? Daglegt líf á róttækum tímum
15:50 Soffía Gísladóttir, verðandi umdæmisstjóri, býður til umdæmisþings 2020
16:00 Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri slítur þinginu
Súlnasalur Hótel Sögu: HÁTÍÐARDAGSKRÁ
19:00 Hátíðarsamkoma í Súlnasal Hótel Sögu ( Radison Blue Saga við Hagatorg)
Fordrykkur
Kvöldverður*:
-
- Kryddjurtagrafin bleikja með dillsósu, silungahrognum & stökku rúgbrauði
- Lambahryggvöðvi og hægeldaður lambabógur með fondand kartöflubakaðri nípu & ostrusveppum
- Súkkulaðikúla með hindberjafyllingu, vanilluís & jarðaberjasalati
*Við skráningu á þingið verður hægt að velja ef ekki er óskað eftir kjöti, óskað er grænmetis- eða grænkerafæðis eða ef um matarofnæmi er að ræða.
Skemmtiatriði; Uppistand, söngatriði o.fl.
Hljómsveit Óskars Eylands leikur fyrir dansi.
MAKA- og GESTADAGSKRÁ
Listasafn Gerðar Helgadóttur / Gerðarsafn í miðbæ Kópavogs, milli Salarins og Kópavogskirkju:
10:30 Leiðsögn um sýninguna „Fullt af litlu fólki“, ásamt kynningu á Gerði Helgadóttur sem safnið dregur nafn sitt af
11:30 Gengið með leiðsögn og söguívafi frá Listasafninu að Menntaskólanum í Kópavogi. Um 800 m ganga, akstur í boði er þörf er á.
12:00 Hádegisverður með rótarýfélögum á umdæmisþinginu
Þingdagskrá helguð þema þingsins: „Tryggt umhverfi – traust samfélag“ hefst kl. 13 og lýkur rétt eftir kl. 16 en síðan hefst hátíðarsamkoma á Hótel Sögu kl. 19.
Tilboð á gistingu:
Radison Blue Saga við Hagatorg býður rótarýfélögum upp á sér kjör þessa daga; Eins manns herbergi kr. 15.600,- og tveggja manna herbergi kr. 18.700,- Verð með morgunmat per nótt.
Hafa þarf samband beint við hótelið til að bóka gistingu.