Miðvikudagur, 19. febrúar 2025
HeimFréttirFjölsótt golfmót Rótarý við bestu skilyrði á Kiðjabergi

Fjölsótt golfmót Rótarý við bestu skilyrði á Kiðjabergi

Opna golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári var að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbsins Borga í Kópavogi. Mótið var haldið hjá Golfklúbbi Kiðjabergs fimmtudaginn 25. júní s.l. Mjög góð þátttaka var í mótinu en 62 félagar og gestir mættu í mótið.  Veðrið lék við þátttakendur, þurrt og lítill vindur. Að loknum leik var sameiginlegur kvöldverður í golfskála Kiðjabergs, verðlaunaafhending og dregið úr skorkortum.

Eins og venjan er var keppnin punktakeppni með forgjöf auk þess sem keppt er um besta skor einstaklinga án forgjafar. Konur léku almennt af rauðum teig og karlar af gulum, en kylfingar gátu einnig valið að leika af öðrum teigum og fengu þá leikforgjöf í samræmi við af hvaða teig var leikið.

Aðalkeppnin er þríþætt:

Punktakeppni með forgjöf:

Klúbbakeppni þar sem skor tveggja bestu rótarýfélaga í hverjum klúbbi telja.

Sigurvegari var Rótarýklúbburinn Reykjavík Miðborg en sigursveitina skipuðu Sólveig Pétursdóttir og Pétur Blöndal.

Í öðru sæti var Rótarýklúbbur Keflavíkur. Sveitina skipuðu Guðlaugur Grétar Grétarsson og Georg Hannah.

Í þriðja sæti Rótarýklúbburinn Borgir, en sveitina skipuðu Margrét Halldórsdóttir og Gunnsteinn Sigurðsson.

Sigurvegari í höggleik án forgjafar var Guðlaugur Grétar Grétarsson úr Rkl. Keflavíkur á 91 höggi. Hér er hann með veglegan farandbikar á milli Guðmundar Ásgeirssonar og Sigurrósar Þorgrímsdóttur úr Rkl. Borgum, sem báru þungann af undirbúningi og framkvæmd mótsins.

Höggleikur:

Í höggleik án forgjafar vann Guðlaugur Grétar Grétarsson úr Rótarýklúbbi Keflavíkur.

Verðlaunahafar í punktakeppninni, þar sem allir þátttakendur kepptu, bæði Rótarýfélagar og gestir þeirra. Sigurvegari var Georg Viðar Hannah(t.h. á myndinni) með 37 punkta. Í öðru sæti varð Gunnar Magnússon með 36 punkta, en hann er maki Margrétar Halldórsdóttur, sem tók við verðlaununum fyrir Gunnar. Í þriðja sæti með 35 punkta varð Pétur Blöndal.

Punktakeppni allra einstaklinga með forgjöf:

Í fyrsta sæti var Georg Hannah úr Rótarýklúbbi Keflavíkur.

Í öðru sæti var Gunnar Magnússon, maki.

Í þriðja sæti var Pétur Blöndal, Rótarýklúbbnum Reykjavík Miðborg.

Þeir sem voru næst holu á þremur par 3 holum fengu vegleg verðlaun.  Síðan var  dregið úr skorkortum en fyrir utan þá sem unnu til verðlauna voru tuttugu og tveir vinningar dregnir út.

Mótið gekk í alla staði mjög vel. Í lok móts var greint frá kveðjum Önnu Stefánsdóttur umdæmisstjóra Rótarý og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur forseta Rótarýklúbbsins Borga, en þær gátu ekki verið með vegna umdæmisstjóraskipta Rótarý sem fram fóru á Akureryi. Mótstjórnin þakkaði fyrir góða þátttöku félaga og gesta. Að lokum var tilkynnt að Rótarýklúbbur Keflavíkur mun halda mótið árið 2021.

Texti og myndir: Sigurrós Þorgrímsdóttir/ Guðmundur Ólafsson.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum