Sunnudagur, 6. október 2024
HeimFréttirUmdæmisfréttirFræðslumót leiðtoga rótarýklúbbanna 23. mars

Fræðslumót leiðtoga rótarýklúbbanna 23. mars

Laugardaginn 23. mars verður haldið fræðslumót verðandi forseta, ritara og gjaldkera í íslensku rótarýklúbbunum. Mótið fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi og verður þar fjallað um ýmis efni, sem að gagni koma fyrir verðandi leiðtoga klúbbanna. 

Anna Stefánsdóttir, verðandi umdæmisstjóri, setur mótið kl. 9.00 og síðan ávarpar Garðar Eiríksson, umdæmisstjóri, þátttakendurna. Sari Miettinen, sem er finnsk og starfar á svæðisskrifstofu Rótarý í Zürich, flytur fyrirlestur sem hún nefnir „Rotary International – fyrir klúbbana“.

Síðan taka við vinnustofur með umfjöllun um hlutverk og skyldur embættismanna klúbbanna, sem Anna Stefánsdóttir stýrir. Þeir Guðni Gíslason og Ólafur Ólafsson kynna því næst notkun félagakerfisins ClubAdmin.

Eftir hádegi verða stutt erindi og umræður um hlutverk og ábyrgð aðstoðarumdæmisstjóra, spennandi og öflugt klúbbstarf, æskulýðsmál, baráttuna við lömunarveiki, Rótarýsjóðinn og útgáfu og kynningarmál. Fyrirlesarar verða Sari Miettinen, Gísli B. Ívarsson, Klara Lísa Hervaldsdóttir, Sveinn Magnússon, Einar Sveinbjörnsson og Markús Örn Antonsson. 

Lokaatriði á dagskrá fræðslumótsins verður spurningin: „Hvernig metur þú klúbbinn þinn?“ og starfsáætlanir rótarýklúbba 2019-2020 ásamt stefnumótun fyrir klúbba 2019-2021. Að endingu verða umræður um þessa þætti undir stjórn Önnu Stefánsdóttur og aðstoðarumdæmisstjóranna Björgvins Arnar Eggertssonar og Rannveigar Björnsdóttur. 

Gert er ráð fyrir að fræðslumótinu verði slitið kl. 16.00.

Related Images:

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjast

Fréttir af klúbbunum