Fræðslumót Rótarý
Fræðslumót Rótarý, eða PETS verður haldið í Borgarholtsskóla í Reykjavík næsta laugardag, 16.mars. Þar hittast þeir sem eru að taka við sem leiðtogar í sínum klúbbum og fræðast um starfið framundan, bera saman bækur og miðla reynslu milli klúbba. Það má segja að þetta sé einnig stefnumótun fyrir starfsárið, sem framundan er. Jón Karl Ólafsson, verðandi umdæmisstjóri, fer yfir áherslur Stephanie Urchick, heimsforseta fyrir starfsárið framundan og er verkefni laugardagsins m.a.að útfæra hvernig þessar áherslur móta starf okkar í umdæminu á Íslandi.
Að sögn Jóns Karls, verður á fræðslumótinu, lögð sérstök áhersla á Rotary Action Plan, sem er tæki sem verðandi heimsforseti vill nýta betur. „Við munum einnig fjalla sérstaklega um Pólariskerfið okkar góða, sem hefur ekki alveg náð að festa rætur hjá öllum klúbbum hér á landi. Félagaþróun verður einnig rædd og velt upp, hvernig við eflum starfið með nýjum félögum. Fjallað verður sérstaklega um fræðslumál, kynningarmál og síðan Stóra Plokkdaginn, sem verður undir merkjum Rótarý næstu þrjú árin. Það er því framundan skemmtilegur og fróðlegur dagur. Það er gert ráð fyrir því að allir klúbbar á Íslandi sendi a.m.k. 2 fulltrúa á mótið og áhugasamir eru einnig velkomnir“.
Þegar hafa um 60 manns skráð sig á mótið og flestir klúbbar hafa staðfest þátttöku a.m.k. eins fulltrúa. „Ég vil hvetja þá, sem mögulega hafa ekki skráð sig enn til að gera það áður en skráningarfrestur rennur út. Klúbbar utan höfuðborgarinnar geta sótt um styrk frá Umdæminu til að taka þátt. Hótel Natura hefur síðan sent okkur gott tilboð fyrir þá, sem vilja og þurfa að gista á meðan á mótinu stendur. Eins og allir vita, þá er gaman í Rótarý og þessi dagur á að vera bæði fróðlegur og skemmtilegur. Dagskrá dagsins er hér með fyrir áhugasama“.
Fræðslumót verðandi forseta, ritara og gjaldkera haldið laugardaginn 16. mars 2024
Borgarholtsskóli, Mosavegi, 112 Reykjavík
Dagskrá:
08:45 – 09:30 Mæting, skráning morgunkaffi, afhending gagna, rabb
09:30 – 09:40 Setning – ávarp umdæmisstjóra Ómar Bragi Stefánsson
09:40 – 09:50 Kynning dagskrár og þátttakenda Sigríður Björk Gunnarsdóttir
09:50 – 10:00 Verðandi umdæmisstjóri – ávarp Jón Karl Ólafsson
10:00 – 10:15 Rótarýsjóðurinn – Rotary Foundation Garðar Eiríksson
10:15 – 11:00 Hlutverk forseta, ritara og gjaldkera – Jón Karl Ólafsson
hagnýtar upplýsingar og umræður.
Hlutverk og skyldur, greiðslur til RI,
RF og umdæmis – ástæður.
11:00 – 11:15 Kaffihlé
11:15 – 12:00 Pólariskerfið – notkun – umræður Guðni Gíslason
Vinnuhópar – hópavinna
12:00 – 12:30 Aðgerðaáætlun – Rotary Action Plan Soffía Gísladóttir
12:30 – 13:15 Hádegisverður – mötuneyti Borgarholtsskóla
13:15 – 13:30 Félagaþróun Guðjón Sigurbjartsson
13:30 – 13:50 Fræðslumál Rótary Torfi Jóhannsson
13:50 – 14:10 Kynningarmál Rótarý María Björk Ingvadóttir
14:10 – 14:20 Kaffihlé – skipt í hópastarf
14:20 – 15:10 Stefnumótun og starfsáætlanir klúbba Aðstoðarumdæmisstjórar
1. Starfsáætlanir næsta árs (4 hópar)
2. Aðgerðaráætlanir – verkefni
3. Félagaþróun – efling klúbba
4. Verkefni ársins
15:10 – 15:35 Samantekt hópastarfs Hópstjórar
15:35 – 15:45 Rotary Norden Ásdís Helga Bjarnadóttir
15:45 – 15:55 Stóri Plokkdagurinn – kynning Einar Bárðarson
15:55 – 16:00 Fræðslumótsslit – hvað er framundan Jón Karl Ólafsson
16:00 – 17:00 Léttar veitingar – spjall